Um 100 börn á viku lögð inn með alvarlegan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 10:34 Áætlað er að fjöldi barna sem liggja á sjúkrahúsum með PIMS muni ná hámarki á mánudag. epa/Andy Rain Allt að 100 börn eru nú lögð inn á sjúkrahús í Bretlandi í viku hverri með sjaldgæfan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19. Sjúkdómurinn er mun tíðari meðal minnihlutahópa, sem má mögulega rekja til erfða og/eða bágra aðstæðna. Bólgusjúkdómurinn kallast á ensku PIMS, sem stendur fyrir „paediatric inflammatory multi-system syndrome“. Í fyrri bylgju faraldursins í Bretlandi greindust allt að 30 börn á viku með sjúkdóminn en fjölgunin nú helst í hendur við fjölgun Covid-19 greininga meðal fullorðinna. Það er að segja, þrátt fyrir að fleiri börn séu að greinast með PIMS í dag er fjöldinn hlutfallslega sá sami ef miðað er við heildarfjölda Covid-19 greininga. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu hátt hlutfall þeirra barna sem greinast með PIMS tilheyra minnihlutahópum, eða 75%. Eins og fyrr segir kunna erfðir að eiga hlut að máli en þá hefur verið bent á að þessi börn tilheyra fjölskyldum sem eiga erfitt með að gera ráðstafanir til að forðast Covid-19 smit, búa þétt og oft margir saman. Tvö börn á Bretlandseyjum látist vegna PIMS Þegar bólgusjúkdómurinn kom fyrst fram var talið að mögulega væri um að ræða svokallaðan Kawasaki-sjúkdóm, sem leggst helst á börn og ungabörn. Nú er hins vegar komið í ljós að um er að ræða fylgifisk Covid-19, sem kemur hins vegar ekki alltaf fram fyrr en um mánuði eftir Covid-19 veikindi. Samkvæmt Guardian er talið að eitt af hverjum 5.000 börnum sem greinast með Covid-19 fái PIMS í kjölfarið en helstu einkenni eru útbrot, hiti, hættulega lágur blóðþrýstingur og kviðvandamál. Í alvarlegum tilvikum koma fram einkenni sem líkjast einkennum eiturlosts og sýklasóttar en þess ber að geta að þessi tilfelli eru afar fá. Talið er að á Bretlandseyjum hafi tvö börn látist vegna PIMS. Meðalaldur þeirra barna sem eru greind með PIMS er ellefu ára. Um 78% voru heilsuhraust áður en þau greindust með Covid-19. Hjá fámennum hóp virðist PIMS hafa áhrif á heilann og í einhverjum tilvikum hjartað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bólgusjúkdómurinn kallast á ensku PIMS, sem stendur fyrir „paediatric inflammatory multi-system syndrome“. Í fyrri bylgju faraldursins í Bretlandi greindust allt að 30 börn á viku með sjúkdóminn en fjölgunin nú helst í hendur við fjölgun Covid-19 greininga meðal fullorðinna. Það er að segja, þrátt fyrir að fleiri börn séu að greinast með PIMS í dag er fjöldinn hlutfallslega sá sami ef miðað er við heildarfjölda Covid-19 greininga. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu hátt hlutfall þeirra barna sem greinast með PIMS tilheyra minnihlutahópum, eða 75%. Eins og fyrr segir kunna erfðir að eiga hlut að máli en þá hefur verið bent á að þessi börn tilheyra fjölskyldum sem eiga erfitt með að gera ráðstafanir til að forðast Covid-19 smit, búa þétt og oft margir saman. Tvö börn á Bretlandseyjum látist vegna PIMS Þegar bólgusjúkdómurinn kom fyrst fram var talið að mögulega væri um að ræða svokallaðan Kawasaki-sjúkdóm, sem leggst helst á börn og ungabörn. Nú er hins vegar komið í ljós að um er að ræða fylgifisk Covid-19, sem kemur hins vegar ekki alltaf fram fyrr en um mánuði eftir Covid-19 veikindi. Samkvæmt Guardian er talið að eitt af hverjum 5.000 börnum sem greinast með Covid-19 fái PIMS í kjölfarið en helstu einkenni eru útbrot, hiti, hættulega lágur blóðþrýstingur og kviðvandamál. Í alvarlegum tilvikum koma fram einkenni sem líkjast einkennum eiturlosts og sýklasóttar en þess ber að geta að þessi tilfelli eru afar fá. Talið er að á Bretlandseyjum hafi tvö börn látist vegna PIMS. Meðalaldur þeirra barna sem eru greind með PIMS er ellefu ára. Um 78% voru heilsuhraust áður en þau greindust með Covid-19. Hjá fámennum hóp virðist PIMS hafa áhrif á heilann og í einhverjum tilvikum hjartað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira