Sportið í dag: Liverpool nær ekki að skapa neitt á móti svona liðum Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 08:01 Mohamed Salah og félagar hafa ekki verið á skotskónum á heimavelli undanfarið. Getty/John Powell „Þetta er eitthvað sem að [Jürgen] Klopp þarf að leysa og hann þarf að leysa það hratt,“ sagði Rikki G í Sportinu í dag þegar talið barst að Liverpool og tapinu gegn Brighton í vikunni. Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira