Sportið í dag: Liverpool nær ekki að skapa neitt á móti svona liðum Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 08:01 Mohamed Salah og félagar hafa ekki verið á skotskónum á heimavelli undanfarið. Getty/John Powell „Þetta er eitthvað sem að [Jürgen] Klopp þarf að leysa og hann þarf að leysa það hratt,“ sagði Rikki G í Sportinu í dag þegar talið barst að Liverpool og tapinu gegn Brighton í vikunni. Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira