Ísland enn eina græna landið í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:44 Staðan í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins er grafalvarleg eins og sést á þessu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sóttvarnastofnun Evrópu Líkt og í liðinni viku er Ísland eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira