Kicker: Ekki eins góður og Liverpool menn halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 09:30 Ozan Kabak verður í sviðsljósinu í leikjum Liverpool á næstunni. Hversu góður er strákurinn? Getty/Andrew Powell Það verður mikil pressa á hinum unga Tyrkja Ozan Kabak þegar hann klæðist Liverpool treyjunni í fyrsta sinn. Væntanlega verður það á móti Manchester City um helgina. Liverpool hefur verið að leita að miðverði til að fylla í skarð hins meidda Virgil van Dijk og ákvað að veðja á ungan og skapmikinn Tyrkja. Ozan Kabak talaði sjálfur um hrifningu sína af Virgil van Dijk og að Hollendingurinn hafi ráðið mestu um mikinn áhuga hans á að koma til Liverpool en þarna er kannski strax kominn ósanngjarn samanburður. Í öllum miðvarðarvandræðum Liverpool er líklegt að Jürgen Klopp þurfi að henda Ozan Kabak strax út í djúpu laugina. Þrátt fyrir ungan aldur þá er Kabak þegar búinn að spila 55 leiki í þýsku deildinni. Það eru samt einhverjir spekingar sem hafa varað Liverpool við því að Kabak sé kannski ekki eins góður og þeir og margir aðrir halda að hann sé. 'He's not as good as Liverpool are led to believe...' https://t.co/9o6uVju9GN— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 5, 2021 Samanburður við Virgil van Dijk strax í upphafi er engum til góðs og þá hafa liðin sem hann hefur spilað með í Þýskalandi fallið úr deildinni. Stuttgart féll og Schalke liðið er svo gott sem fallið líka. Samkvæmt umfjöllun í þýska stórblaðinu Kicker þá er ýjað að því að Liverpool hafi kannski verið að kaupa köttinn í sekknum. Ozan Kabak var einu sinni orðaður við Bayern München en þýska stórliðið missti áhugann á leikmanninum þegar útsendarar þess skoðuðu hann betur. Þetta hefur líka verið erfitt tímabil fyrir Ozan Kabak, hann var að spila í lélegustu vörninni í lélegasta liði deildarinnar og endaði í fjögurra leikja banni fyrr í vetur fyrir að hrækja á mótherja. Hann er með allt annað en góða meðaleinkunn hjá Kicker í vetur. Á móti kemur voru vandræðin og vesenið á Schalke ekki að hjálpa ungum leikmanni og hver veit nema að Jürgen Klopp takist að gera háklassa leikmann úr honum eins og svo svo mörgum öðrum í gegnum tíðina. Stuðningsmenn Liverpool halda í þá von þrátt fyrir svolítið sláandi dóm Kicker. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Liverpool hefur verið að leita að miðverði til að fylla í skarð hins meidda Virgil van Dijk og ákvað að veðja á ungan og skapmikinn Tyrkja. Ozan Kabak talaði sjálfur um hrifningu sína af Virgil van Dijk og að Hollendingurinn hafi ráðið mestu um mikinn áhuga hans á að koma til Liverpool en þarna er kannski strax kominn ósanngjarn samanburður. Í öllum miðvarðarvandræðum Liverpool er líklegt að Jürgen Klopp þurfi að henda Ozan Kabak strax út í djúpu laugina. Þrátt fyrir ungan aldur þá er Kabak þegar búinn að spila 55 leiki í þýsku deildinni. Það eru samt einhverjir spekingar sem hafa varað Liverpool við því að Kabak sé kannski ekki eins góður og þeir og margir aðrir halda að hann sé. 'He's not as good as Liverpool are led to believe...' https://t.co/9o6uVju9GN— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 5, 2021 Samanburður við Virgil van Dijk strax í upphafi er engum til góðs og þá hafa liðin sem hann hefur spilað með í Þýskalandi fallið úr deildinni. Stuttgart féll og Schalke liðið er svo gott sem fallið líka. Samkvæmt umfjöllun í þýska stórblaðinu Kicker þá er ýjað að því að Liverpool hafi kannski verið að kaupa köttinn í sekknum. Ozan Kabak var einu sinni orðaður við Bayern München en þýska stórliðið missti áhugann á leikmanninum þegar útsendarar þess skoðuðu hann betur. Þetta hefur líka verið erfitt tímabil fyrir Ozan Kabak, hann var að spila í lélegustu vörninni í lélegasta liði deildarinnar og endaði í fjögurra leikja banni fyrr í vetur fyrir að hrækja á mótherja. Hann er með allt annað en góða meðaleinkunn hjá Kicker í vetur. Á móti kemur voru vandræðin og vesenið á Schalke ekki að hjálpa ungum leikmanni og hver veit nema að Jürgen Klopp takist að gera háklassa leikmann úr honum eins og svo svo mörgum öðrum í gegnum tíðina. Stuðningsmenn Liverpool halda í þá von þrátt fyrir svolítið sláandi dóm Kicker.
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira