Nýju reglurnar fela í sér að allir þeir sem koma frá slíkum löndum þurfa að vera á hótelherbergi í tíu daga, og mega aðeins yfirgefa herbergið í fylgd öryggisvarðar.
Talið er að um eitt þúsund manns komi til Bretlands á hverjum degi að meðaltali frá þessum tilteknu löndum en löndin eru alls þrjátíu og þrjú.
Flest öll lönd Suður-Ameríku eru á listanum, þorri landa í sunnanverðri Afríku auk Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Portúgal.
Reglurnar eiga aðeins við um þá sem búsettir eru í Bretlandi, en aðrir frá þessum löndum fá einfaldlega ekki landvistarleyfi.