Haukar ekki að íhuga þjálfaraskipti og ætla að styrkja liðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2021 10:00 Haukar eru með vindinn í fangið þessa dagana. vísir/vilhelm Þrátt fyrir sex töp í röð og vera á botni Domino's deildar karla eru Haukar ekki af baki dottnir, hafa trú á þjálfaranum Israel Martin og ætlar að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin sem framundan eru. „Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira