Guardiola reiknar með að Liverpool spili sinn besta leik á tímabilinu í dag Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. febrúar 2021 08:01 Hvor mun hafa betur í dag? vísir/Getty Tvö bestu lið síðustu tveggja leiktíða mætast í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að hleypa toppliði Manchester City ekki í yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar. Pep Guardiola, stjóri Man City, iðaði í skinninu þegar hann var spurður út í undirbúning síns liðs fyrir leikinn á blaðamannafundi í gær. „Ég er ekki hræddur. Mér gæti ekki verið meira sama um hver andstæðingurinn er. Við hræðumst engan.“ „Ég held að það sama gildi um þá. Allir knattspyrnustjórar og öll lið trúa því að þau geti unnið hvern sem er,“ sagði Guardiola. Margir telja að Man City eigi deildarmeistaratitilinn vísan en liðsmenn Guardiola hafa verið afar sannfærandi upp á síðkastið. „Það sem á allan minn hug er að við náum að halda áfram að bæta okkur og bæta okkar leik. Og að sjálfsögðu líka að halda áfram að ná úrslitum. Ef við spilum illa og andstæðingurinn gerir betur munum við óska þeim til hamingju,“ segir Guardiola. Liverpool og Man City hafa skipt með sér tveimur efstu sætunum síðustu tvær leiktíðir en eins og staðan er í dag eru Man Utd og Leicester á milli Man City (1.sæti) og Liverpool (4.sæti). Takist Liverpool að leggja Man City að velli í dag er útlit fyrir æsispennandi baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Guardiola gerir sér grein fyrir því að það sé allt undir hjá Liverpool. „Við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þá. Þeir eru meistararnir. Þeir munu verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þeir munu verða agressívir og þeir munu gera allt til að vinna. Ég efast ekki um það.“ „Þeir verða hungraðri í sigur en nokkru sinni fyrr og við þurfum að vera vel undirbúnir. Við þurfum að vera tilbúnir, ná upp okkar leik og hafa hugrekki til að vinna leikinn,“ segir Guardiola. Fylgst verður með hverju skrefi á Anfield í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að hleypa toppliði Manchester City ekki í yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar. Pep Guardiola, stjóri Man City, iðaði í skinninu þegar hann var spurður út í undirbúning síns liðs fyrir leikinn á blaðamannafundi í gær. „Ég er ekki hræddur. Mér gæti ekki verið meira sama um hver andstæðingurinn er. Við hræðumst engan.“ „Ég held að það sama gildi um þá. Allir knattspyrnustjórar og öll lið trúa því að þau geti unnið hvern sem er,“ sagði Guardiola. Margir telja að Man City eigi deildarmeistaratitilinn vísan en liðsmenn Guardiola hafa verið afar sannfærandi upp á síðkastið. „Það sem á allan minn hug er að við náum að halda áfram að bæta okkur og bæta okkar leik. Og að sjálfsögðu líka að halda áfram að ná úrslitum. Ef við spilum illa og andstæðingurinn gerir betur munum við óska þeim til hamingju,“ segir Guardiola. Liverpool og Man City hafa skipt með sér tveimur efstu sætunum síðustu tvær leiktíðir en eins og staðan er í dag eru Man Utd og Leicester á milli Man City (1.sæti) og Liverpool (4.sæti). Takist Liverpool að leggja Man City að velli í dag er útlit fyrir æsispennandi baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Guardiola gerir sér grein fyrir því að það sé allt undir hjá Liverpool. „Við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þá. Þeir eru meistararnir. Þeir munu verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þeir munu verða agressívir og þeir munu gera allt til að vinna. Ég efast ekki um það.“ „Þeir verða hungraðri í sigur en nokkru sinni fyrr og við þurfum að vera vel undirbúnir. Við þurfum að vera tilbúnir, ná upp okkar leik og hafa hugrekki til að vinna leikinn,“ segir Guardiola. Fylgst verður með hverju skrefi á Anfield í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira