Max Montana: Ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina Atli Freyr Arason skrifar 7. febrúar 2021 21:49 Max Montana vísir/Getty Max Montana spilaði sinn fyrsta leik í Dominos deildinni í 107-81 sigri Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Max segir fyrstu kynni sín af deildinni séu góð. „Við skemmtum okkur vel í kvöld, það er mjög góður liðsandi í Keflavíkur liðinu. Það er samt leitt að engir íslenskir aðdáendur voru í stúkunni en COVID ástandið er augljóslega að koma í veg fyrir það. Íslendingar kunna samt heldur betur að spila körfubolta,“ sagði Max og hló. Margir úr íþróttahreyfingunni hafa einmitt gagnrýnt sóttvarnaryfirvöld að tilslakanir á íþróttaviðburðum hafi ekki verið nægilega miklir og að áhorfendum hafi ekki verið hleypt aftur inn á vellina. Max stóð ekki á svörunum aðspurður út í þetta. „Ég held að ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina, er það ekki?“ Max Montana kom af bekknum í kvöld og gerði 13 stig en hann var stigahæstur af þeim sem komu af varamannabekknum í kvöld en Keflavík hefur einmitt vantað meira framlag frá varamannabekknum sínum. Max var þó ekki nægilega ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Mér finnst alltaf eins og ég geti gert betur. Ég náði bara 3 af 10 þriggja stiga skotum sem er ekki nógu gott. Þegar ég kemst almennilega í gang þá mun ég gera betur. Ég hef ekki spilað körfubolta í næstum því heilt ár núna. Um leið og ég næ taktinum aftur þá mun ég getað hjálpað liðinu mínu töluvert meira,“ svaraði Max um leikinn sinn í kvöld. Það hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum að Max sé vinsæll á samfélagsmiðlum og komst hann ekki hjá því að vera spurður aðeins út í samfélagsmiðlana sína. „Mér finnst þetta fyndið. Einhver benti mér á frétt þar sem fyrirsögnin var að systir mín væri með fleiri fylgjendur en ég. Það hefur í raun alltaf verið þannig, ég hef alltaf verið þekktur sem bróðir hennar. Ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Ég vil að hún fái allt sem hún vill,“ sagði skælbrosandi Max Montana að lokum. Keflavík ÍF Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sjá meira
„Við skemmtum okkur vel í kvöld, það er mjög góður liðsandi í Keflavíkur liðinu. Það er samt leitt að engir íslenskir aðdáendur voru í stúkunni en COVID ástandið er augljóslega að koma í veg fyrir það. Íslendingar kunna samt heldur betur að spila körfubolta,“ sagði Max og hló. Margir úr íþróttahreyfingunni hafa einmitt gagnrýnt sóttvarnaryfirvöld að tilslakanir á íþróttaviðburðum hafi ekki verið nægilega miklir og að áhorfendum hafi ekki verið hleypt aftur inn á vellina. Max stóð ekki á svörunum aðspurður út í þetta. „Ég held að ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina, er það ekki?“ Max Montana kom af bekknum í kvöld og gerði 13 stig en hann var stigahæstur af þeim sem komu af varamannabekknum í kvöld en Keflavík hefur einmitt vantað meira framlag frá varamannabekknum sínum. Max var þó ekki nægilega ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Mér finnst alltaf eins og ég geti gert betur. Ég náði bara 3 af 10 þriggja stiga skotum sem er ekki nógu gott. Þegar ég kemst almennilega í gang þá mun ég gera betur. Ég hef ekki spilað körfubolta í næstum því heilt ár núna. Um leið og ég næ taktinum aftur þá mun ég getað hjálpað liðinu mínu töluvert meira,“ svaraði Max um leikinn sinn í kvöld. Það hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum að Max sé vinsæll á samfélagsmiðlum og komst hann ekki hjá því að vera spurður aðeins út í samfélagsmiðlana sína. „Mér finnst þetta fyndið. Einhver benti mér á frétt þar sem fyrirsögnin var að systir mín væri með fleiri fylgjendur en ég. Það hefur í raun alltaf verið þannig, ég hef alltaf verið þekktur sem bróðir hennar. Ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Ég vil að hún fái allt sem hún vill,“ sagði skælbrosandi Max Montana að lokum.
Keflavík ÍF Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50