Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna Eiður Þór Árnason skrifar 7. febrúar 2021 22:40 Róbert Marshall hefur nokkra reynslu af þingstörfum. Vísir/vilhelm Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september. Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Sjá meira
Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Sjá meira