Guardiola í góðum málum með allt nema vítin: Ederson gæti tekið næsta víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 10:01 Ederson er spyrnumaður góður og segist sjálfur vera frábær vítaskytta. AP/Laurence Griffiths Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, getur ekki kvartað yfir miklu þessa dagana en City jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4-1 stórsigri á Liverpool á Anfield í gær. Manchester City hefði getað komist yfir í fyrri hálfleiknum en Ilkay Gundogan skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Þetta var þriðja vítaklúðrið á móti Liverpool á síðustu árum. Manchester City skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og náði fimms stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. City er nú tíu stigum á undan Liverpool og á að auki einn leik til góða á ríkjandi Englandsmeistara. Pep Guardiola claims goalkeeper Ederson may take Man City's next penaltyhttps://t.co/ftAsTK0eXR pic.twitter.com/83UQ3Iw8WL— Mirror Football (@MirrorFootball) February 7, 2021 Guardiola var spurður út í vítaspyrnurnar eftir leikinn en liðið er aðeins með fimmtíu prósent vítanýtingu á tímabilinu. „Þetta er vandamál hjá okkur. Það mikilvægasta er að við megum ekki klikka á þessum vítaspyrnum og þá skiptir engu máli hver vítaskyttan er,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. „Eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að hugsa um að láta Ederson taka víti. Hann gæti verið næsta vítaskyttan hjá okkur,“ sagði Guardiola. Ederson er eins og flestir vita markvörður Manchester City liðsins en hann er spyrnumaður góður og hefur sjálfur talað um það að hann sé besta vítaskyttan í City liðinu. Pep Guardiola on penalty woes:"Maybe I am going to think about Ederson taking it the next time." pic.twitter.com/576b9I8jju— Man City Report (@cityreport_) February 7, 2021 „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þrjú stig til viðbótar í safnið en ég var ánægður með hvernig liðið brást við því að klikka bæði á vítaspyrnu og að fá á sig mark. Það skipti öllu máli,“ sagði Guardiola „Þetta var mikilvægur sigur en við erum enn í febrúar. Auðvitað er fimm stiga forskot mikið núna og það ætti að fara lang með að tryggja okkur Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það er líka stórkostlegt að ná að vinna tíu leiki í röð,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Manchester City hefði getað komist yfir í fyrri hálfleiknum en Ilkay Gundogan skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Þetta var þriðja vítaklúðrið á móti Liverpool á síðustu árum. Manchester City skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og náði fimms stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. City er nú tíu stigum á undan Liverpool og á að auki einn leik til góða á ríkjandi Englandsmeistara. Pep Guardiola claims goalkeeper Ederson may take Man City's next penaltyhttps://t.co/ftAsTK0eXR pic.twitter.com/83UQ3Iw8WL— Mirror Football (@MirrorFootball) February 7, 2021 Guardiola var spurður út í vítaspyrnurnar eftir leikinn en liðið er aðeins með fimmtíu prósent vítanýtingu á tímabilinu. „Þetta er vandamál hjá okkur. Það mikilvægasta er að við megum ekki klikka á þessum vítaspyrnum og þá skiptir engu máli hver vítaskyttan er,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. „Eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að hugsa um að láta Ederson taka víti. Hann gæti verið næsta vítaskyttan hjá okkur,“ sagði Guardiola. Ederson er eins og flestir vita markvörður Manchester City liðsins en hann er spyrnumaður góður og hefur sjálfur talað um það að hann sé besta vítaskyttan í City liðinu. Pep Guardiola on penalty woes:"Maybe I am going to think about Ederson taking it the next time." pic.twitter.com/576b9I8jju— Man City Report (@cityreport_) February 7, 2021 „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þrjú stig til viðbótar í safnið en ég var ánægður með hvernig liðið brást við því að klikka bæði á vítaspyrnu og að fá á sig mark. Það skipti öllu máli,“ sagði Guardiola „Þetta var mikilvægur sigur en við erum enn í febrúar. Auðvitað er fimm stiga forskot mikið núna og það ætti að fara lang með að tryggja okkur Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það er líka stórkostlegt að ná að vinna tíu leiki í röð,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira