Jota orðinn bestur í heimi í meiðslunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 08:31 Diogo Jota hefur eitthvað verið að spila tölvuleiki í meiðslunum sínum. EPA-EFE/Michael Regan Diogo Jota er fjölhæfur knattspyrnumaður og það á ekki bara við í raunheimum. Hann er líka öflugur í tölvuheiminum. Liverpool liðið hefur vissulega saknað portúgalska framherjans að undanförnu en lítið hefur gengið í sóknarleik ensku meistaranna. Hann hefur ekki spilað síðan 9. desember en hefur greinilega notað tímann í að bæta sig í tölvuheiminum. Diogo Jota is now ranked No. 1 in the world on FUT Champions on PlayStation @brgaming He went 30-0 this weekend pic.twitter.com/Zoy4lBtkB6— B/R Football (@brfootball) February 6, 2021 Jota er nefnilega númer eitt í heiminum í FIFA leiknum í PlayStation og hefur unnið alla 30 leiki sína. Þar erum við að tala um heimslista í FIFA Ultimate Team Champions. Síðasti fótboltaleikur Jota var í 1-1 jafntefli á móti danska félaginu FC Midtjylland í Meistaradeildinni. Síðan þá hefur Liverpool liðið aðeins unnið fjóra af fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum. Diogo Jota er á sínu fyrsta tímabili með Liverpool og var búin að skora 9 mörk í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni áður en hann meiddist. @DiogoJota18 pic.twitter.com/9EZaBsk3eq— DiogoJota Esports (@diogojotaegames) February 6, 2021 „Síðan að pabbi minn gaf mér mína fyrstu PlayStation þegar ég var krakki þá hef ég haft ástríðu fyrir henni. Ég hef alltaf spilað fótboltaleiki á henni,“ sagði Diogo Jota í viðtali við The Athletic í desember. Þegar hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni í apríl í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins þá vann Jota mót ensku úrvalsdeildarinnar í FIFA leiknum þar sem hvert lið tilnefndi einn leikmann. Hann var þá enn leikmaður Úlfanna og vann núverandi liðsfélaga sinn, Trent Alexander-Arnold, í úrslitaleiknum. Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ Sjá meira
Liverpool liðið hefur vissulega saknað portúgalska framherjans að undanförnu en lítið hefur gengið í sóknarleik ensku meistaranna. Hann hefur ekki spilað síðan 9. desember en hefur greinilega notað tímann í að bæta sig í tölvuheiminum. Diogo Jota is now ranked No. 1 in the world on FUT Champions on PlayStation @brgaming He went 30-0 this weekend pic.twitter.com/Zoy4lBtkB6— B/R Football (@brfootball) February 6, 2021 Jota er nefnilega númer eitt í heiminum í FIFA leiknum í PlayStation og hefur unnið alla 30 leiki sína. Þar erum við að tala um heimslista í FIFA Ultimate Team Champions. Síðasti fótboltaleikur Jota var í 1-1 jafntefli á móti danska félaginu FC Midtjylland í Meistaradeildinni. Síðan þá hefur Liverpool liðið aðeins unnið fjóra af fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum. Diogo Jota er á sínu fyrsta tímabili með Liverpool og var búin að skora 9 mörk í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni áður en hann meiddist. @DiogoJota18 pic.twitter.com/9EZaBsk3eq— DiogoJota Esports (@diogojotaegames) February 6, 2021 „Síðan að pabbi minn gaf mér mína fyrstu PlayStation þegar ég var krakki þá hef ég haft ástríðu fyrir henni. Ég hef alltaf spilað fótboltaleiki á henni,“ sagði Diogo Jota í viðtali við The Athletic í desember. Þegar hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni í apríl í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins þá vann Jota mót ensku úrvalsdeildarinnar í FIFA leiknum þar sem hvert lið tilnefndi einn leikmann. Hann var þá enn leikmaður Úlfanna og vann núverandi liðsfélaga sinn, Trent Alexander-Arnold, í úrslitaleiknum.
Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ Sjá meira