Enski boltinn

Fjölskyldan fékk sendar morðhótanir eftir rauða spjaldið

Sindri Sverrisson skrifar
Dómarar geta gert mistök, jafnvel þegar þeir mega skoða endursýningar, og sú varð raunin um helgina þegar Mike Dean rak Tomas Soucek af velli.
Dómarar geta gert mistök, jafnvel þegar þeir mega skoða endursýningar, og sú varð raunin um helgina þegar Mike Dean rak Tomas Soucek af velli. Getty/Clive Rose

Mike Dean hefur beðið um að þurfa ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um næstu helgi eftir að fjölskyldu hans bárust morðhótanir í hans garð.

Dean tók ranga ákvörðun um helgina þegar hann lyfti rauðu spjaldi og rak Tomas Soucek af velli, í leik West Ham gegn Fulham. Soucek hafði rekið olnboga í andlit Alexander Mitrovic, óvart að því er virtist.

Dean tók ákvörðunina eftir að hafa fengið skilaboð frá myndbandsdómaranum, Lee Mason, og skoðað atvikið á myndbandi.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú ógilt rauða spjaldið. Soucek fær því ekki leikbann og verður með West Ham í bikarleiknum gegn Manchester United annað kvöld.

Samkvæmt frétt í The Times í dag fékk fjölskylda Dean sendar morðhótanir í hans garð og þess vegna hefur hann beðist undan því að dæma í úrvalsdeildinni í næstu umferð. Hann mun engu að síður dæma bikarleik Leicester og Brighton í vikunni eins og til stóð.


Tengdar fréttir

Markalaust í nágrannaslagnum

Ekkert mark var skorað þegar Lundúnarliðin West Ham United og Fulham áttust við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×