Samkynhneigðir menn sem flúðu ofsóknir ákærðir fyrir hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 13:06 Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, segir enga samkynhneigða menn að finna í lýðveldinu. Getty/Yelena Afonina Yfirvöld í Téténíu hafa hrundið af stað rannsókn vegna meintra hryðjuverka tveggja samkynhneigðra manna sem flúðu lýðveldið í fyrra en voru handteknir í Moskvu í síðustu viku og sendir aftur til baka. Téténía er sjáfstjórnarlýðveldi í Rússlandi og hafa fregnir þess efnis borist frá árinu 2017 að samkynhneigðir menn séu pyntaðir, handteknir og drepnir vegna kynhneigðar sinnar. Mannréttindasamtök sem hjálpuðu mönnunum tveimur að flýja lýðveldið segja það ekki alveg ljóst hvers vegna verið sé að sækja þá til saka. Annar þeirra hafi hins vegar verið yfirheyrður áður fyrir að hafa deilt LGBTQ tjámyndum á netinu. Salekh Magamadov, 20 ára, og Ismail Isayev, 17 ára, voru staddir i borginni Nizhny Novgorod austur af Moskvu síðastliðinn fimmtudag þegar þeim var rænt samkvæmt samtökunum Russian LGBT Network. Annar mannanna hringdi í neyðarlínu samtakanna síðdegis þann dag og starfsmaður samtakanna heyrði öskur í bakgrunninum. Lögmaður sem heimsótti íbúðina, sem þeir höfðu dvalið í, stuttu eftir að símtalið barst sagði að augljós merki væru þar um átök. Mennirnir tveir birtust síðan að nýju í gæsluvarðhaldi í Téténíu. Tim Bestsvet, talsmaður LGBT network, segir að lögmönnum hafi verið meinað að heimsækja þá og enginn viti hvar mennirnir eru í haldi. Hann lýsir einnig yfir áhyggjum yfir öryggi mannanna og bendir á dæmi um að karlmenn hafi verið fluttir aftur til Téténíu vegna meintra glæpa en hafi síðan horfið eða dáið. Magamadov og Isayev gætu átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Þeir flúðu Téténíu í júní síðastliðnum eftir að þeir voru handteknir og pyntaðir fyrir að halda utan um stjórnarandstöðuspjallþráð á forritinu Telegram. LGBT network hefur hjálpað um 200 manns að flýja lýðveldið, annað hvort til annars lands eða annarra hluta Rússlands, síðan ofsóknir á hendur hinseginfólki hófust þar fyrir fjórum árum. Einhverjir telja að ofsóknirnar sé hægt að rekja til þess að hinseginhreyfingar í Rússlandi fóru að verða sýnilegri árin 2016 og 2017. Yfirvöld í Téténíu hafa ítrekað neitað ásökunum um ofsóknir þrátt fyrir að fjöldi manna hafi stigið fram og sagt frá ofbeldi, pyntingum og mannránum af hálfu lögreglu. Ramzan Kadyrov, leiðtogi lýðveldisins, hefur verið ásakaður um fleiri mannréttindabrot og heldur hann því fram að samkynhneigða menn sé ekki að finna í Téténíu. Rússland Hinsegin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira
Téténía er sjáfstjórnarlýðveldi í Rússlandi og hafa fregnir þess efnis borist frá árinu 2017 að samkynhneigðir menn séu pyntaðir, handteknir og drepnir vegna kynhneigðar sinnar. Mannréttindasamtök sem hjálpuðu mönnunum tveimur að flýja lýðveldið segja það ekki alveg ljóst hvers vegna verið sé að sækja þá til saka. Annar þeirra hafi hins vegar verið yfirheyrður áður fyrir að hafa deilt LGBTQ tjámyndum á netinu. Salekh Magamadov, 20 ára, og Ismail Isayev, 17 ára, voru staddir i borginni Nizhny Novgorod austur af Moskvu síðastliðinn fimmtudag þegar þeim var rænt samkvæmt samtökunum Russian LGBT Network. Annar mannanna hringdi í neyðarlínu samtakanna síðdegis þann dag og starfsmaður samtakanna heyrði öskur í bakgrunninum. Lögmaður sem heimsótti íbúðina, sem þeir höfðu dvalið í, stuttu eftir að símtalið barst sagði að augljós merki væru þar um átök. Mennirnir tveir birtust síðan að nýju í gæsluvarðhaldi í Téténíu. Tim Bestsvet, talsmaður LGBT network, segir að lögmönnum hafi verið meinað að heimsækja þá og enginn viti hvar mennirnir eru í haldi. Hann lýsir einnig yfir áhyggjum yfir öryggi mannanna og bendir á dæmi um að karlmenn hafi verið fluttir aftur til Téténíu vegna meintra glæpa en hafi síðan horfið eða dáið. Magamadov og Isayev gætu átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Þeir flúðu Téténíu í júní síðastliðnum eftir að þeir voru handteknir og pyntaðir fyrir að halda utan um stjórnarandstöðuspjallþráð á forritinu Telegram. LGBT network hefur hjálpað um 200 manns að flýja lýðveldið, annað hvort til annars lands eða annarra hluta Rússlands, síðan ofsóknir á hendur hinseginfólki hófust þar fyrir fjórum árum. Einhverjir telja að ofsóknirnar sé hægt að rekja til þess að hinseginhreyfingar í Rússlandi fóru að verða sýnilegri árin 2016 og 2017. Yfirvöld í Téténíu hafa ítrekað neitað ásökunum um ofsóknir þrátt fyrir að fjöldi manna hafi stigið fram og sagt frá ofbeldi, pyntingum og mannránum af hálfu lögreglu. Ramzan Kadyrov, leiðtogi lýðveldisins, hefur verið ásakaður um fleiri mannréttindabrot og heldur hann því fram að samkynhneigða menn sé ekki að finna í Téténíu.
Rússland Hinsegin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira