Lífið

Eyddi hundrað klukkustundum í að smíða stærstu Playstation 5 tölvu heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
ZHC er með 19 milljónir fylgjenda á YouTube.
ZHC er með 19 milljónir fylgjenda á YouTube.

YouTube-stjarnan ZHC gerði sér lítið fyrir og smíðaði stærstu Playstation 5 tölvu heims. Tölvan var á endanum þriggja metra há og 227 kíló.

ZHC sýnir frá ferlinu frá a-ö á YouTube-rás sinni. Það kostaði 70.000 dollara að smíða tölvuna eða því sem samsvarar um níu milljónir. Það var ekki nóg fyrir hann að smíða bara tölvuna heldur einnig risastóra fjarstýringu.

Umrædd leikjatölva er hundrað sinnum stærri en hin hefðbundna PS5 sem er í raun uppseld um allan heim og erfitt að fá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×