Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2021 18:11 Reynir Traustason á nú 75 prósent hlut í Mannlífi. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reyni en auk þeirra tveggja starfa Kristjón Kormákur Guðjónsson og Hjálmar Friðriksson á fréttastofu miðilsins. Reynir segir ánægjulegt að fá tækifæri til að leiða Mannlíf áfram og nú sem eigandi. „Við höfum verið í mikilli sókn undanfarin misseri. Af lestrarmælingum má ætla að lestur Mannlífs sé í dag talsvert meiri en samanlagður lestur þeirra þriggja netmiðla sem við bárum okkur saman við þegar ég hóf störf sem ritstjóri Mannlífs,“ segir hann í tilkynningu. Sast í ritstjórastól á síðasta ári Að sögn Reynis fara kaup hans og Trausta í gegnum einkahlutafélagið Sólartún ehf, sem er að 75% hluta í eigu Reynis og 25% hluta í eigu Trausta. Birtingur útgáfufélag, er í eigu Goðdala sem er 100% í eigu Sigríðar Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur, og gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Að sögn Reynis mun Mannlíf halda áfram samstarfi við miðla Birtings. Greint var frá því í júní á síðasta ári að Sigríður hafi keypt allt hlutafé í Birtingi af Fjárfestingarfélaginu Dalurinn ehf sem er skráð á Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóra Alvogen, og náinn samstarfsmann Róberts Wessmanns. Á sama tíma var tilkynnt að efnt yrði til samstarfssamnings um rekstur vefsvæðis sem yrði í umsjón og eigu Halldórs og myndi greiða fyrir birtingu á ritstjórnarefni framleiddu fyrir miðla Birtings. Halldór er skráður forsvarsmaður Man.is hjá Fjölmiðlanefnd en vefurinn hýsti um tíma efni Mannlífs og annað efni Birtíngs. Man.is vísar nú aftur á mannlif.is. Reynir var tók við sem ritstjóri Mannlífs í mars 2020 en og hafði þá einnig yfirumsjón með útgáfu vikublaðs undir sama nafni. Útgáfa fríblaðsins hefur síðan þá verið sett á ís. Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á 12,2 prósenta hlut í miðlinum ásamt Halldóru Jónsdóttur, fyrrverandi eiginkonu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Roald lætur af störfum hjá Birtingi Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. 26. janúar 2021 10:35 Fjórtán starfsmönnum Birtíngs sagt upp Fjórtán starfsmönnum útgáfufélagsins Birtíngs hefur verið sagt upp störfum í skipulagsbreytingum og hagræðingu á rekstri útgáfufélagsins í dag. 28. maí 2020 23:20 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reyni en auk þeirra tveggja starfa Kristjón Kormákur Guðjónsson og Hjálmar Friðriksson á fréttastofu miðilsins. Reynir segir ánægjulegt að fá tækifæri til að leiða Mannlíf áfram og nú sem eigandi. „Við höfum verið í mikilli sókn undanfarin misseri. Af lestrarmælingum má ætla að lestur Mannlífs sé í dag talsvert meiri en samanlagður lestur þeirra þriggja netmiðla sem við bárum okkur saman við þegar ég hóf störf sem ritstjóri Mannlífs,“ segir hann í tilkynningu. Sast í ritstjórastól á síðasta ári Að sögn Reynis fara kaup hans og Trausta í gegnum einkahlutafélagið Sólartún ehf, sem er að 75% hluta í eigu Reynis og 25% hluta í eigu Trausta. Birtingur útgáfufélag, er í eigu Goðdala sem er 100% í eigu Sigríðar Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur, og gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Að sögn Reynis mun Mannlíf halda áfram samstarfi við miðla Birtings. Greint var frá því í júní á síðasta ári að Sigríður hafi keypt allt hlutafé í Birtingi af Fjárfestingarfélaginu Dalurinn ehf sem er skráð á Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóra Alvogen, og náinn samstarfsmann Róberts Wessmanns. Á sama tíma var tilkynnt að efnt yrði til samstarfssamnings um rekstur vefsvæðis sem yrði í umsjón og eigu Halldórs og myndi greiða fyrir birtingu á ritstjórnarefni framleiddu fyrir miðla Birtings. Halldór er skráður forsvarsmaður Man.is hjá Fjölmiðlanefnd en vefurinn hýsti um tíma efni Mannlífs og annað efni Birtíngs. Man.is vísar nú aftur á mannlif.is. Reynir var tók við sem ritstjóri Mannlífs í mars 2020 en og hafði þá einnig yfirumsjón með útgáfu vikublaðs undir sama nafni. Útgáfa fríblaðsins hefur síðan þá verið sett á ís. Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á 12,2 prósenta hlut í miðlinum ásamt Halldóru Jónsdóttur, fyrrverandi eiginkonu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Roald lætur af störfum hjá Birtingi Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. 26. janúar 2021 10:35 Fjórtán starfsmönnum Birtíngs sagt upp Fjórtán starfsmönnum útgáfufélagsins Birtíngs hefur verið sagt upp störfum í skipulagsbreytingum og hagræðingu á rekstri útgáfufélagsins í dag. 28. maí 2020 23:20 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Roald lætur af störfum hjá Birtingi Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. 26. janúar 2021 10:35
Fjórtán starfsmönnum Birtíngs sagt upp Fjórtán starfsmönnum útgáfufélagsins Birtíngs hefur verið sagt upp störfum í skipulagsbreytingum og hagræðingu á rekstri útgáfufélagsins í dag. 28. maí 2020 23:20