Martin spilar við Real Madrid í kvöld á konunglegu bikarúrslitahelginni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 14:30 Martin Hermannsson varð bikarmeistari í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Getty/ JM Casares Átta bestu liðin í spænsku deildinni keppa um spænska konungsbikarinn á næstu fjórum dögum. Martin Hermannsson er eini Íslendingurinn sem er með að þessu sinni. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira