NBA dagsins: Stjarna Hawks endaði á gólfinu í lokin og var mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 15:01 Luka Doncic og Trae Young eru framtíðar stjórstjörnur í NBA deildinni í körfubolta. Getty/Todd Kirkland Það var dramatískur endir í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tveir af bestu ungu leikmönnum deildarinnar áttust við í leik Dallas Mavericks og Atlanta Hawks. Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er 21 árs og Trae Young hjá Atlanta Hawks er 22 ára. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að skapa sér nafn í bestu körfuboltadeild í heimi. Luka Doncic er á sínu þriðja tímabili og með 27,8 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og Trae Young er líka á sínu þriðja tímabili og er með 26,6 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það lítur allt út fyrir að þeir verði í stjörnuhlutverki miklu meira en áratug í viðbót. Í kvöld mættust þessir skemmtilegu leikmenn og hafði Luka Doncic betur. Doncic var með þrennu í 118-117 sigri Dallas Mavericks en hann skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Young átti ekkert slæman dag heldur og var með 25 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Úrslitin leiksins réðust hins vegar á umdeildu atviki. Trae Young hafði minnkað muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og bæði lið fengu í framhaldi sóknir en tókst ekki að skora. Atlanta Hawks átti loksins boltann þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 10. febrúar 2021) Það bjuggust auðvitað allir við því að Trae Young fengi að taka lokaskotið en hetja Hawks liðsins lá í gólfinu á úrslitastundu og þess í stað tók Danilo Gallinari erfitt skot sem geigaði. Trae Young var mjög ósáttur en dómararnir gleyptu flautuna. „Ég er ekki að reyna að hlaupa frá boltanum þegar það eru fjórar sekúndur eftir og við erum að reyna að vinna leikinn,“ sagði Trae Young ósáttur eftir leikinn. „Ég ætlaði ekki að fljúga á hausinn í lokin. Það var mjög pirrandi að fá ekki tækifæri til að fá skotið,“ sagði Trae Young. Trae Young hafði lent í samstuði við miðherjann Willie Cauley-Stein þegar hann ætlaði að setja upp hindrun en dómarar leiksins töldu Cauley-Stein ekki hafa brotið af sér. Dómararnir horfðu aftur á atvikið á myndbandi og breyttu ekki dómi sínum. Eftir sat Trae Young með sárt ennið og þótti á sér brotið. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá einvígi Luka Doncic og Trae Young sem og myndir frá sigurleikjum Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Brooklyn Nets. Í lokin eru síðan tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira