Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2021 22:38 Samkvæmt heimildum Vísis eru það eitthvað á þessa leið sem uppstillingarnefndin leggur upp með að efstu sæti í kjördæmum Reykjavíkur verði skipuð. Kristrún Frostadóttir og Helga Vala Helgadóttir munu að öllum líkindum skipa efstu sætin tvö en í öðru sæti á lista í sitthvoru kjördæminu ætlar uppstillingarnefnd að Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson fyrrverandi blaðamaður skipi. visir/vilhelm/Samfylkingin Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. Í kvöld sagði Jóhanna Vigdís varaþingmaður Samfylkingarinnar sig úr flokknum. Af orðum hennar má ráða hvernig landið liggur. „Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið - að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. Samkvæmt heimildum Vísis var henni boðið að taka þriðja sæti á lista en hún skipaði annað sæti fyrir síðustu kosningar. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar - sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár. Sannarlega er ég seinþreytt til vandræða, en þegar mér ofbýður þá geri ég eins og góð kona sagði um árið; kýs með fótunum.“ Af þessu má ráða að efstu sæti á lista annars vegar skipa Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Mjöll Frostadóttir. Í öðru sæti annars Reykjavíkurkjördæmanna verður Jóhann Páll Jóhannsson og hinu líklega Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Hún var búin að segjast vilja fara í Kragann en það mun vera slík eftirspurn eftir henni meðal þeirra í Reykjavík, að þetta er það sem lagt hefur verið til. Þetta er þó ekki staðfest. Hvað varðar þrálátan orðróm um að Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi sækist eftir sæti sem gefur góða möguleika á sæti á þingi, mun það vera svo að hún hafi augastað á sæti á lista sem hugsanlega gæti þýtt varaþingmannssæti. Samkvæmt könnunum mælast inni tvö þingmannssæti í hvoru kjördæminu um sig. Innan Samfylkingar er það metið sem svo að 3. sætið sé baráttusæti. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Í kvöld sagði Jóhanna Vigdís varaþingmaður Samfylkingarinnar sig úr flokknum. Af orðum hennar má ráða hvernig landið liggur. „Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið - að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. Samkvæmt heimildum Vísis var henni boðið að taka þriðja sæti á lista en hún skipaði annað sæti fyrir síðustu kosningar. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar - sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár. Sannarlega er ég seinþreytt til vandræða, en þegar mér ofbýður þá geri ég eins og góð kona sagði um árið; kýs með fótunum.“ Af þessu má ráða að efstu sæti á lista annars vegar skipa Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Mjöll Frostadóttir. Í öðru sæti annars Reykjavíkurkjördæmanna verður Jóhann Páll Jóhannsson og hinu líklega Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Hún var búin að segjast vilja fara í Kragann en það mun vera slík eftirspurn eftir henni meðal þeirra í Reykjavík, að þetta er það sem lagt hefur verið til. Þetta er þó ekki staðfest. Hvað varðar þrálátan orðróm um að Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi sækist eftir sæti sem gefur góða möguleika á sæti á þingi, mun það vera svo að hún hafi augastað á sæti á lista sem hugsanlega gæti þýtt varaþingmannssæti. Samkvæmt könnunum mælast inni tvö þingmannssæti í hvoru kjördæminu um sig. Innan Samfylkingar er það metið sem svo að 3. sætið sé baráttusæti.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40
Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56