Fagnaði körfu Steph Curry áður en hann skaut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 12:00 Stephen Curry er að eiga frábært tímabil en hann missti af nær öllu síðasta tímabili með Golden State Warriors vegna meiðsla. Getty/Thearon W. Henderson Þegar Stephen Curry er orðinn heitur þá er víst fátt sem stoppar hann í því að raða niður þriggja stiga körfum. Leikurinn í nótt var einn af þessum leikjum. Stephen Curry skoraði þá 40 stig í 111-105 sigri Golden State Warriors á Orlando Magic. Curry skoraði tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Liðsfélagar Steph ættu að þekkja orðið vel glampann í augum hans þegar Curry er orðinn heitur. Juan Toscano-Anderson er reyndar nýkominn til liðsins eftir að hafa verið með Santa Cruz Warriors sem er samstarfslið GSW í NBA G deildinni. Toscano-Anderson talaði um það á dögunum að hann væri eiginlega ekki að trúa því að hann væri orðinn leikmaður Golden State Warriors. Juan var aftur á móti alveg með það á hreinu að Stephen Curry var að fara að smella niður þriggja stiga körfu þegar hann gaf á hann þvert yfir völlinn. Stephen Curry var galopinn en Juan Toscano-Anderson var farinn að fagna körfunni og stoðsendingu sinni áður en Step skaut á körfuna. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Steph s teammate knew it was cash before he even passed it pic.twitter.com/TLYTcz46Gc— Bleacher Report (@BleacherReport) February 12, 2021 Þetta var níunda og næstsíðasta þriggja stiga karfa Stephen Curry í leiknum. Juan Toscano-Anderson var líka í stuði eftir þessa sókn en hann skoraði sjálfur sjö stig á síðustu sex mínútum leiksins og endaði með 9 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á 21 mínútu. Stephen Curry er með 30,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu 26 leikjum sínum á tímabilinu en hann er skora fimm þrista að meðaltali í leik og hefur nýtt 43,5 prósent langskota sinna. Curry hefur ekki skorað yfir 30 stig í leik síðan 2015-16 tímabilið og hefur mest verið með 5,1 þrist að meðaltali í leik á heilu tímabili. Juan Toscano-Anderson grínaðist líka með það að hann sjálfur var ekki nafngreindur í upphaflega tístinu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hi, I m Steph s teammate , my names Juan. https://t.co/Rmjv7rsI6E— Juan Toscano Anderson (@juanonjuan10) February 12, 2021 NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Stephen Curry skoraði þá 40 stig í 111-105 sigri Golden State Warriors á Orlando Magic. Curry skoraði tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Liðsfélagar Steph ættu að þekkja orðið vel glampann í augum hans þegar Curry er orðinn heitur. Juan Toscano-Anderson er reyndar nýkominn til liðsins eftir að hafa verið með Santa Cruz Warriors sem er samstarfslið GSW í NBA G deildinni. Toscano-Anderson talaði um það á dögunum að hann væri eiginlega ekki að trúa því að hann væri orðinn leikmaður Golden State Warriors. Juan var aftur á móti alveg með það á hreinu að Stephen Curry var að fara að smella niður þriggja stiga körfu þegar hann gaf á hann þvert yfir völlinn. Stephen Curry var galopinn en Juan Toscano-Anderson var farinn að fagna körfunni og stoðsendingu sinni áður en Step skaut á körfuna. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Steph s teammate knew it was cash before he even passed it pic.twitter.com/TLYTcz46Gc— Bleacher Report (@BleacherReport) February 12, 2021 Þetta var níunda og næstsíðasta þriggja stiga karfa Stephen Curry í leiknum. Juan Toscano-Anderson var líka í stuði eftir þessa sókn en hann skoraði sjálfur sjö stig á síðustu sex mínútum leiksins og endaði með 9 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á 21 mínútu. Stephen Curry er með 30,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu 26 leikjum sínum á tímabilinu en hann er skora fimm þrista að meðaltali í leik og hefur nýtt 43,5 prósent langskota sinna. Curry hefur ekki skorað yfir 30 stig í leik síðan 2015-16 tímabilið og hefur mest verið með 5,1 þrist að meðaltali í leik á heilu tímabili. Juan Toscano-Anderson grínaðist líka með það að hann sjálfur var ekki nafngreindur í upphaflega tístinu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hi, I m Steph s teammate , my names Juan. https://t.co/Rmjv7rsI6E— Juan Toscano Anderson (@juanonjuan10) February 12, 2021
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira