Enski boltinn

Fagnaði línubjörguninni meira en markinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tammy Abraham bjargar á línu og kemur í veg fyrir að Barnsley jafni gegn Chelsea.
Tammy Abraham bjargar á línu og kemur í veg fyrir að Barnsley jafni gegn Chelsea. getty/Robbie Jay Barratt

Tammy Abraham, leikmaður Chelsea, fagnaði því meira að bjarga á línu gegn Barnsley en markinu sem hann skoraði í leiknum.

Chelsea vann Barnsley, 0-1, á Oakwell í lokaleik sextán liða úrslita ensku bikarkeppninnar í gær. Chelsea mætir Sheffield United í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Abraham skoraði eina mark leiksins í gær á 64. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Reece James.

Skömmu síðar kom Abraham í veg fyrir að Barnsley jafnaði þegar hann bjargaði á línu frá Michael Sollbauer. Abraham sagði þar hafi hann búið að því að hafa spilað sem varnarmaður á sínum yngri árum.

„Ég var varnarmaður og þetta voru ósjálfráð viðbrögð, að koma sér á réttan stað. Ég sá boltann koma og hugaði með mér að ég þyrfti að gera eitthvað og það heppnaðist,“ sagði Abraham.

„Ég fagnaði björguninni líklega meira. Þetta var 1-0 sigur, það aldrei auðvelt að koma hingað og við erum ánægðir.“

Chelsea hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Thomas Tuchel og aðeins fengið á sig eitt mark.

Næsti leikur Chelsea er gegn Newcastle United á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn. Chelsea er í 5. sæti deildarinnar.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×