Félagsleg undirboð Ingvar Mar Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar