Bill Russell blés á 87 kerti á afmælisdaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2021 17:00 Bill Russell, mesti sigurvegari körfuboltasögunnar. getty/Alex Wong Körfuboltagoðsögnin Bill Russell fagnar 87 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni þess fékk hann veglega köku frá eiginkonu sinni. Hún var skreytt með smáranum, einkennismarki Boston Celtics, liðsins sem Russell lék með allan sinn feril í NBA-deildinni. Þá voru 87 kerti á kökunni sem Russell blés á. Til öryggis stóð Shawn Kemp yngri, alnafni og sonur gömlu Seattle SuperSonics hetjunnar, við hlið Russells vopnaður slökkvitæki ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Í færslu á Twitter grínaðist Russell með það að á 88 ára afmælinu þyrfti að beita hann endurlífgun eftir kertablásturinn. Whew, I made it to 87! I want to thank my wife for another amazing cake & the small forest fire upon it. Thanks @SKJR40 for standing by with the extinguisher just in case, next time bring a cpr kit. @legends_unite #Deepbreath #fridaymorning @BleacherReport @NBA @espn @celtics pic.twitter.com/TscoGkRhxv— TheBillRussell (@RealBillRussell) February 12, 2021 Russell varð ellefu sinnum meistari á þeim þrettán tímabilum sem hann lék í NBA. Síðustu tvo titlanna (1968 og 1969) vann hann sem spilandi þjálfari Boston. Auk titlanna ellefu sem Russell vann með Boston varð hann tvisvar háskólameistari með San Francisco Dons og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 1956. Þá hefur Russell alla tíð verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sæmdi hann Friðarorðu forsetans 2011. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Hún var skreytt með smáranum, einkennismarki Boston Celtics, liðsins sem Russell lék með allan sinn feril í NBA-deildinni. Þá voru 87 kerti á kökunni sem Russell blés á. Til öryggis stóð Shawn Kemp yngri, alnafni og sonur gömlu Seattle SuperSonics hetjunnar, við hlið Russells vopnaður slökkvitæki ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Í færslu á Twitter grínaðist Russell með það að á 88 ára afmælinu þyrfti að beita hann endurlífgun eftir kertablásturinn. Whew, I made it to 87! I want to thank my wife for another amazing cake & the small forest fire upon it. Thanks @SKJR40 for standing by with the extinguisher just in case, next time bring a cpr kit. @legends_unite #Deepbreath #fridaymorning @BleacherReport @NBA @espn @celtics pic.twitter.com/TscoGkRhxv— TheBillRussell (@RealBillRussell) February 12, 2021 Russell varð ellefu sinnum meistari á þeim þrettán tímabilum sem hann lék í NBA. Síðustu tvo titlanna (1968 og 1969) vann hann sem spilandi þjálfari Boston. Auk titlanna ellefu sem Russell vann með Boston varð hann tvisvar háskólameistari með San Francisco Dons og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 1956. Þá hefur Russell alla tíð verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sæmdi hann Friðarorðu forsetans 2011. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira