Bill Russell blés á 87 kerti á afmælisdaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2021 17:00 Bill Russell, mesti sigurvegari körfuboltasögunnar. getty/Alex Wong Körfuboltagoðsögnin Bill Russell fagnar 87 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni þess fékk hann veglega köku frá eiginkonu sinni. Hún var skreytt með smáranum, einkennismarki Boston Celtics, liðsins sem Russell lék með allan sinn feril í NBA-deildinni. Þá voru 87 kerti á kökunni sem Russell blés á. Til öryggis stóð Shawn Kemp yngri, alnafni og sonur gömlu Seattle SuperSonics hetjunnar, við hlið Russells vopnaður slökkvitæki ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Í færslu á Twitter grínaðist Russell með það að á 88 ára afmælinu þyrfti að beita hann endurlífgun eftir kertablásturinn. Whew, I made it to 87! I want to thank my wife for another amazing cake & the small forest fire upon it. Thanks @SKJR40 for standing by with the extinguisher just in case, next time bring a cpr kit. @legends_unite #Deepbreath #fridaymorning @BleacherReport @NBA @espn @celtics pic.twitter.com/TscoGkRhxv— TheBillRussell (@RealBillRussell) February 12, 2021 Russell varð ellefu sinnum meistari á þeim þrettán tímabilum sem hann lék í NBA. Síðustu tvo titlanna (1968 og 1969) vann hann sem spilandi þjálfari Boston. Auk titlanna ellefu sem Russell vann með Boston varð hann tvisvar háskólameistari með San Francisco Dons og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 1956. Þá hefur Russell alla tíð verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sæmdi hann Friðarorðu forsetans 2011. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Hún var skreytt með smáranum, einkennismarki Boston Celtics, liðsins sem Russell lék með allan sinn feril í NBA-deildinni. Þá voru 87 kerti á kökunni sem Russell blés á. Til öryggis stóð Shawn Kemp yngri, alnafni og sonur gömlu Seattle SuperSonics hetjunnar, við hlið Russells vopnaður slökkvitæki ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Í færslu á Twitter grínaðist Russell með það að á 88 ára afmælinu þyrfti að beita hann endurlífgun eftir kertablásturinn. Whew, I made it to 87! I want to thank my wife for another amazing cake & the small forest fire upon it. Thanks @SKJR40 for standing by with the extinguisher just in case, next time bring a cpr kit. @legends_unite #Deepbreath #fridaymorning @BleacherReport @NBA @espn @celtics pic.twitter.com/TscoGkRhxv— TheBillRussell (@RealBillRussell) February 12, 2021 Russell varð ellefu sinnum meistari á þeim þrettán tímabilum sem hann lék í NBA. Síðustu tvo titlanna (1968 og 1969) vann hann sem spilandi þjálfari Boston. Auk titlanna ellefu sem Russell vann með Boston varð hann tvisvar háskólameistari með San Francisco Dons og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 1956. Þá hefur Russell alla tíð verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sæmdi hann Friðarorðu forsetans 2011. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira