Skuggi Firmino virðist hafa „platað“ VAR til að dæma mark Leicester gilt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 09:31 Eins og sést á þessari mynd þá snýr skór Roberto Firmino ekki í átt að markinu eins og Varsjáin teiknaði heldur í átt að James Maddison sem tók aukaspyrnuna. Samsett/Getty/Carl Recine Það gengur flest Englandsmeisturum Liverpol í óhag þessa dagana og markið sem breytti öllu í leik liðsins um helgina var mjög vafasamt. Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira