Fjölda drengja rænt úr skóla í Nígeríu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 13:59 Myndin tengist fréttinni ekki beint en skólar eru vinsæl skotmörk glæpagengja í Nígeríu. Getty/Olukayode Jaiyeola Vopnaðir menn myrtu minnst einn nemanda og rændu minnst 27 í árás á skóla í Nígeríu í nótt. Þremur starfsmönnum og tólf ættingjum nemenda var einnig rænt í árásinni. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en samkvæmt frétt BBC er tiltölulega algengt í Nígeríu að glæpagengi ræni fólki með því markmiðið að krefja fjölskyldur þeirra um lausnargjald. Á mánudaginn var tuttugu manns rænt úr rútu í Nígerhéraði. Þá er rifjað upp í frétt Reuters að sambærileg árás átti sér stað í Katsinahéraði fyrir um tveimur mánuðum. Þá rændu vopnaðir menn tæplega 350 drengjum úr skóla en þeim var bjargað af öryggissveitum. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram og systursamtök Íslamska ríkisins eru virk í norðurhluta Nígeríu og gætu sömuleiðis hafa gert árásina. Um 600 ungir drengir voru sofandi í heimavist skólans sem er í Kagara í Nígerhéraði Nígeríu. Mennirnir sem réðust á skólann voru klæddir í herbúninga og hófst árásin um klukkan tvö að nóttu til. Mennirnir eru sagðir hafa bankað hjá nemendum og beðið þá um að koma saman í sal skólans. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur lýst árásinni sem heygulslegri og er búið að kalla út herinn sem á að hjálpa við að bjarga þeim sem rænt var. Forsetinn hefur verið undir töluverðum þrýstingi varðandi versnandi öryggisástand í Nígeríu. Nígería Tengdar fréttir Björguðu tugum barna eftir byssubardaga Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær. 20. desember 2020 21:45 Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. 17. desember 2020 23:23 Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en samkvæmt frétt BBC er tiltölulega algengt í Nígeríu að glæpagengi ræni fólki með því markmiðið að krefja fjölskyldur þeirra um lausnargjald. Á mánudaginn var tuttugu manns rænt úr rútu í Nígerhéraði. Þá er rifjað upp í frétt Reuters að sambærileg árás átti sér stað í Katsinahéraði fyrir um tveimur mánuðum. Þá rændu vopnaðir menn tæplega 350 drengjum úr skóla en þeim var bjargað af öryggissveitum. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram og systursamtök Íslamska ríkisins eru virk í norðurhluta Nígeríu og gætu sömuleiðis hafa gert árásina. Um 600 ungir drengir voru sofandi í heimavist skólans sem er í Kagara í Nígerhéraði Nígeríu. Mennirnir sem réðust á skólann voru klæddir í herbúninga og hófst árásin um klukkan tvö að nóttu til. Mennirnir eru sagðir hafa bankað hjá nemendum og beðið þá um að koma saman í sal skólans. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur lýst árásinni sem heygulslegri og er búið að kalla út herinn sem á að hjálpa við að bjarga þeim sem rænt var. Forsetinn hefur verið undir töluverðum þrýstingi varðandi versnandi öryggisástand í Nígeríu.
Nígería Tengdar fréttir Björguðu tugum barna eftir byssubardaga Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær. 20. desember 2020 21:45 Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. 17. desember 2020 23:23 Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Björguðu tugum barna eftir byssubardaga Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær. 20. desember 2020 21:45
Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. 17. desember 2020 23:23
Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23