Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2021 21:55 Særún Eydís Ásgeirsdóttir er flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Egill Aðalsteinsson Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. Eyjamenn kættust mjög í fyrradag þegar Kap VE-4 landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár. Þar með hófst loðnuvertíðin í Eyjum, eins og lýst var í þessari frétt: „Spennandi. Ég var alveg búin að ákveða að það yrði loðna,“ segir Eydís Ásgeirsdóttir, flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni, í fréttum Stöðvar 2. „Þetta gefur bara líf í landið. Jákvætt. Gott að fá loðnu og gott að finna loðnulyktina aftur,“ segir hún. Fulltrúar japanskra kaupenda meta ástand loðnunnar með starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar. Mesta spennan er um hrognin eða kavíarinn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni, ræðir við fréttamann. Fjær eru fulltrúar japanskra kaupenda ásamt starfsmanni Vinnslustöðvarinnar að kanna ástand loðnunnar.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að kaupa þetta þegar þetta er komið í svona sextán prósent hrognahlutfall af hrygnunni. Þá fara þeir að byrja að kaupa. Nú er þetta svona sautján,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. „Fyrir hrygnumarkaðinn þá erum við bara á „prime time“. Nú er bara allt í botni,“ segir Sindri. Á skrifstofunni stýrir Lilja Björg Arngrímsdóttir starfsmannahaldinu. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðimála hjá Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Það eru mikil uppgrip fyrir fólk að koma á svona loðnuvertíð. Og fyrir marga sem starfa hjá okkur nú þegar sem fá að fara á þessar vaktir, þá er þetta mikil búbót fyrir fólk. En það komast ekki allir á vaktir, því miður.“ -Er slegist um þetta? „Já, það er eftirsótt að komast á vaktir. Mjög svo,“ svarar Lilja Björg. Kap VE 4, skip Vinnslustöðvarinnar, varð í fyrradag fyrst íslenskra fiskiskipa til að landa loðnu hérlendis í þrjú ár.Egill Aðalsteinsson „Fólk fær meiri vinnu, meira útborgað. Við getum borgað bara betri skatta og gert ýmislegt jákvætt,“ segir Eydís. -Meiri laun? „Meiri laun auðvitað og mikil vinna. Mikil hlaup,“ segir flokksstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Eyjamenn kættust mjög í fyrradag þegar Kap VE-4 landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár. Þar með hófst loðnuvertíðin í Eyjum, eins og lýst var í þessari frétt: „Spennandi. Ég var alveg búin að ákveða að það yrði loðna,“ segir Eydís Ásgeirsdóttir, flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni, í fréttum Stöðvar 2. „Þetta gefur bara líf í landið. Jákvætt. Gott að fá loðnu og gott að finna loðnulyktina aftur,“ segir hún. Fulltrúar japanskra kaupenda meta ástand loðnunnar með starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar. Mesta spennan er um hrognin eða kavíarinn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni, ræðir við fréttamann. Fjær eru fulltrúar japanskra kaupenda ásamt starfsmanni Vinnslustöðvarinnar að kanna ástand loðnunnar.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að kaupa þetta þegar þetta er komið í svona sextán prósent hrognahlutfall af hrygnunni. Þá fara þeir að byrja að kaupa. Nú er þetta svona sautján,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. „Fyrir hrygnumarkaðinn þá erum við bara á „prime time“. Nú er bara allt í botni,“ segir Sindri. Á skrifstofunni stýrir Lilja Björg Arngrímsdóttir starfsmannahaldinu. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðimála hjá Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Það eru mikil uppgrip fyrir fólk að koma á svona loðnuvertíð. Og fyrir marga sem starfa hjá okkur nú þegar sem fá að fara á þessar vaktir, þá er þetta mikil búbót fyrir fólk. En það komast ekki allir á vaktir, því miður.“ -Er slegist um þetta? „Já, það er eftirsótt að komast á vaktir. Mjög svo,“ svarar Lilja Björg. Kap VE 4, skip Vinnslustöðvarinnar, varð í fyrradag fyrst íslenskra fiskiskipa til að landa loðnu hérlendis í þrjú ár.Egill Aðalsteinsson „Fólk fær meiri vinnu, meira útborgað. Við getum borgað bara betri skatta og gert ýmislegt jákvætt,“ segir Eydís. -Meiri laun? „Meiri laun auðvitað og mikil vinna. Mikil hlaup,“ segir flokksstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56