Enski boltinn

Solskjær byrjaði að kenna Greenwood þegar hann var sjö ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær og Mason Greenwood þegar strákurinn skrifaði undir nýjan samning við Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær og Mason Greenwood þegar strákurinn skrifaði undir nýjan samning við Manchester United. getty/Matthew Peters

Mason Greenwood segir að Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi byrjað að segja honum til þegar hann var sjö ára.

Greenwood er uppalinn hjá United og sló í gegn á síðasta tímabili. Í vikunni skrifaði hann undir nýjan samning við United.

Greenwood rifjaði upp fyrstu kynni sín af Solskjær. Hann var þá sjö ára og lék með syni Norðmannsins, Noah, í yngri flokkum United.

Solskjær var þá að afla sér þjálfararéttinda og nýtti tækifærið og sagði Greeenwood aðeins til.

„Hann talaði við mig um hreyfingar í vítateignum, skot og annað slíkt svo ég græddi á því,“ sagði Greenwood.

Solskjær hefur sagt að hann hafi fyrst hitt Greenwood þegar strákurinn á The Cliff, gamla æfingasvæði United.

„Hann bar af í fyrsta sinn sem ég sá hann. Ég tók mynd af honum og Noah saman,“ sagði Solskjær.

Greenwood var í byrjunarliði United sem vann 0-4 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Eftir að hafa skorað nítján mörk á síðasta tímabili hefur Greenwood átt nokkuð erfitt uppdráttar í vetur og aðeins skorað fjögur mörk í öllum keppnum.

Greenwood, sem er nítján ára, lék sinn fyrsta og eina landsleik gegn Íslandi í Þjóðadeildinni síðasta haust.


Tengdar fréttir

Að­eins Messi og Lewandowski komið að fleiri mörkum en Bruno

Bruno Fernandes var enn og aftur á skotskónum í gærkvöldi er Manchester United vann 4-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Aðeins tveir leikmenn hafa komið að fleiri mörkum en hann undanfarna 13 mánuði.

„Mark­miðið mitt er að vinna titla“

Bruno Fernandes skoraði tvívegis er Manchester United vann 4-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir að sitt eina markmið með félaginu sé að vinna titla.

Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×