Þær Hjördís Birna Ingvadóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir voru allar meðal keppenda í dag. Féllu þær því miður allar úr leik í fyrri ferð keppninnar.
Sem stendur er Katharina Liensberger frá Austurríki með besta tímann en hún var jafnframt sú fyrsta sem renndi sér í dag. Þar á eftir kemur Petra Vlhova frá Slóvakíu á 0,3 sekúndum verri tíma en Liensberger. Vlhova er sem stendur efsta kona heimsbikarsins.
Wendy Holdener frá Sviss er í þriðja sæti og í fjórða sæti er Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum en hún hefur sigrað á síðustu fjórum heimsmeistaramótum.
Wow...Austria s Katharina Liensberger leads by .30 seconds ahead of Petra Vlhova. Wendy Holdener in third, 1.24 out and @MikaelaShiffrin in fourth, 1.3 out.
— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) February 20, 2021
...It s a disappointment, but I m going to have to put that aside and just go for it...because there s nothing to lose.