Blóðugur dagur í Mjanmar Elín Margrét Böðvarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 20. febrúar 2021 15:25 Dagurinn í dag er sagður einn sá blóðugasti til þessa en mótmæli hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að herinn hrifsaði til sín völdin í landinu. EPA/KAUNG ZAW HEIN Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. Harka hermanna gegn mótmælendum hefur aukist verulega á undanförnum dögum, samhliða auknum ágangi mótmælenda sem hafa ekki látið af mótmælum þrátt fyrir aukna hörku hermanna. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir að hermenn hafi byrjað að skjóta á mótmælendur með gúmmíkúlum og beitt þá táragasi auk þess sem nokkrir hafi verið fluttir á sjúkrahús. Annar hinna látnu er sagður hafa verið skotinn í höfuðið og hafi látist samstundis. Hinn var skotinn í bringuna og lést af sárum sínum á leiðinni á sjúkrahús að því er fréttamiðillinn Frontier Myanmar greinir frá og haft er eftir í frétt AP. Fjölmargir hafa birt myndir og myndbönd frá mótmælunum á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal blaðamenn og aðgerðasinnar fyrir mannréttindum. #Myanmar : this was the scene at a market in #Myitkyina (#Kachin) earlier today. Riot police cracked down on a anti-coup rally, beating protesters as they tried to run away. #WhatsHappeningInMyanmar pic.twitter.com/0gKLRcmOGW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 19, 2021 Blaðamaður AP sem varð vitni að átökunum á vettvangi segir að um fimm hundruð lögregluþjónar og hermenn hafi lagt leið sína niður að hafnarsvæðinu eftir að starfsfólk sem vinnur við höfnina gengu til liðs við mótmælendur og hafa hótað að leggja niður störf ef herinn gefst ekki upp og hleypir lýðræðslega kjörnum stjórnvöldum aftur til valda. Bæði mótmælendur og íbúar á svæðinu hafa séð sig knúna til að flýja vegna ofbeldis af hálfu hermanna. Hópur blaðamanna hefur sömuleiðis neyðst til að flýja eftir að verða fyrir aðkasti af hálfu öryggissveita sem meðal annars munu hafa beitt táragasi gegn blaðamönnum. Mótmælendur minnast Mya Thwe Thwe Khaing sem var skotin til bana fyrr í þessum mánuði. EPA/LYNN BO BO Þá hafa þúsundir mótmælenda í tveimur stærstu borgum landsins komið saman og vottað Mya Thwet Thwet Khine virðingu sína en Mya var skotin til bana í höfuðborginni Naypyitaw þann 9. Febrúar, tveimur dögum fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn. Andlát hennar er fyrsta dauðsfallið sem staðfest hefur verið í tengslum við mótmælin sem brutust út í kjölfar valdaránsins. Fréttastofa Reuters hefur eftir viðbragðsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki að dagurinn í dag sé líklega sá blóðugasti til þessa, en mótmælin hafa staðið yfir í um tvær vikur. Mjanmar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Harka hermanna gegn mótmælendum hefur aukist verulega á undanförnum dögum, samhliða auknum ágangi mótmælenda sem hafa ekki látið af mótmælum þrátt fyrir aukna hörku hermanna. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir að hermenn hafi byrjað að skjóta á mótmælendur með gúmmíkúlum og beitt þá táragasi auk þess sem nokkrir hafi verið fluttir á sjúkrahús. Annar hinna látnu er sagður hafa verið skotinn í höfuðið og hafi látist samstundis. Hinn var skotinn í bringuna og lést af sárum sínum á leiðinni á sjúkrahús að því er fréttamiðillinn Frontier Myanmar greinir frá og haft er eftir í frétt AP. Fjölmargir hafa birt myndir og myndbönd frá mótmælunum á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal blaðamenn og aðgerðasinnar fyrir mannréttindum. #Myanmar : this was the scene at a market in #Myitkyina (#Kachin) earlier today. Riot police cracked down on a anti-coup rally, beating protesters as they tried to run away. #WhatsHappeningInMyanmar pic.twitter.com/0gKLRcmOGW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 19, 2021 Blaðamaður AP sem varð vitni að átökunum á vettvangi segir að um fimm hundruð lögregluþjónar og hermenn hafi lagt leið sína niður að hafnarsvæðinu eftir að starfsfólk sem vinnur við höfnina gengu til liðs við mótmælendur og hafa hótað að leggja niður störf ef herinn gefst ekki upp og hleypir lýðræðslega kjörnum stjórnvöldum aftur til valda. Bæði mótmælendur og íbúar á svæðinu hafa séð sig knúna til að flýja vegna ofbeldis af hálfu hermanna. Hópur blaðamanna hefur sömuleiðis neyðst til að flýja eftir að verða fyrir aðkasti af hálfu öryggissveita sem meðal annars munu hafa beitt táragasi gegn blaðamönnum. Mótmælendur minnast Mya Thwe Thwe Khaing sem var skotin til bana fyrr í þessum mánuði. EPA/LYNN BO BO Þá hafa þúsundir mótmælenda í tveimur stærstu borgum landsins komið saman og vottað Mya Thwet Thwet Khine virðingu sína en Mya var skotin til bana í höfuðborginni Naypyitaw þann 9. Febrúar, tveimur dögum fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn. Andlát hennar er fyrsta dauðsfallið sem staðfest hefur verið í tengslum við mótmælin sem brutust út í kjölfar valdaránsins. Fréttastofa Reuters hefur eftir viðbragðsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki að dagurinn í dag sé líklega sá blóðugasti til þessa, en mótmælin hafa staðið yfir í um tvær vikur.
Mjanmar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira