Strákarnir hans Gerrards geta orðið meistarar á heimavelli Celtic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 12:00 Rangers myndi væntanlega ekki leiðast það neitt að verða meistarar á heimavelli erkifjendanna í Celtic. getty/Ian MacNicol Rangers vantar aðeins sjö stig til að vinna skoska meistaratitilinn. Liðið getur orðið meistari á heimavelli erkifjendanna í Celtic. Í gær vann Rangers 4-1 sigur á Dundee United í skosku úrvalsdeildinni á meðan Celtic tapaði fyrir Ross County, 1-0. Rangers er með 82 stig á toppi skosku úrvalsdeildarinnar, átján stigum á undan Celtic. Rangers er enn ósigrað í deildinni á tímabilinu, hefur unnið 26 af þrjátíu leikjum sínum og markatalan er 73-9. Strákana hans Stevens Gerrard vantar nú aðeins sjö stig til að tryggja sér skoska meistaratitilinn. Næstu þrír deildarleikir Rangers eru gegn Livingston, St. Mirren og Celtic. Rangers sækir Celtic heim á Celtic Park 21. mars og getur með hagstæðum úrslitum þar orðið skoskur meistari í 55. sinn í sögu félagsins og í fyrsta sinn í áratug. Mikið hefur gengið á síðan Rangers varð meistari síðast, tímabilið 2010-11. Liðið varð gjaldþrota og þurfti að byrja upp á nýtt í neðstu deild. Rangers komst upp í skosku úrvalsdeildina 2016 og Gerrard tók við liðinu tveimur árum seinna. Undir hans stjórn endaði Rangers í 2. sæti á síðasta tímabili og næsta víst er að liðið verður meistari í vetur. Celtic, sem hefur orðið skoskur meistari níu ár í röð, hefur átt afleitt tímabil og ýmislegt hefur gengið á hjá liðinu, jafnt innan vallar sem utan. Skoski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira
Í gær vann Rangers 4-1 sigur á Dundee United í skosku úrvalsdeildinni á meðan Celtic tapaði fyrir Ross County, 1-0. Rangers er með 82 stig á toppi skosku úrvalsdeildarinnar, átján stigum á undan Celtic. Rangers er enn ósigrað í deildinni á tímabilinu, hefur unnið 26 af þrjátíu leikjum sínum og markatalan er 73-9. Strákana hans Stevens Gerrard vantar nú aðeins sjö stig til að tryggja sér skoska meistaratitilinn. Næstu þrír deildarleikir Rangers eru gegn Livingston, St. Mirren og Celtic. Rangers sækir Celtic heim á Celtic Park 21. mars og getur með hagstæðum úrslitum þar orðið skoskur meistari í 55. sinn í sögu félagsins og í fyrsta sinn í áratug. Mikið hefur gengið á síðan Rangers varð meistari síðast, tímabilið 2010-11. Liðið varð gjaldþrota og þurfti að byrja upp á nýtt í neðstu deild. Rangers komst upp í skosku úrvalsdeildina 2016 og Gerrard tók við liðinu tveimur árum seinna. Undir hans stjórn endaði Rangers í 2. sæti á síðasta tímabili og næsta víst er að liðið verður meistari í vetur. Celtic, sem hefur orðið skoskur meistari níu ár í röð, hefur átt afleitt tímabil og ýmislegt hefur gengið á hjá liðinu, jafnt innan vallar sem utan.
Skoski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira