Segir Liverpool liðið bara vera skuggann af sjálfu sér: Nú vilja allir spila við þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 10:31 Jordan Henderson liggur meiddur í grasinu í leiknum á móti Everton en fyrirliðinn fór meiddur af velli og bættist þá að troðfullan meiðslalista liðsins. AP/Paul Ellis Fyrir aðeins ári síðan vann Liverpool næstum því alla leiki sína og var með yfirburðastöðu í ensku úrvalsdeildinni en ári síðan er þetta eins og svart og hvítt. Fyrir nokkrum mánuðum óttuðust allir að mæta Liverpool liðinu en núna er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á því að í dag vilji fagni því að mæta þeim. Meiðsli leikmanna Liverpool liðsins hafa safnast upp og það ásamt miklu leikjaálagi undanfarinna ára virðist hafa dregið alla vígtennurnar úr liðinu. Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina og það á móti nágrönnunum í Everton sem höfðu ekki unnið á Anfield á þessari öld. Graeme Souness insists Liverpool have gone from 'a team no one wanted to play against to one everyone wants to play' https://t.co/F9HeH03APx— MailOnline Sport (@MailSport) February 20, 2021 Graeme Souness er fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool. Hann hafði sína skoðun á liðinu eftir tapið á móti Everton. „Þeir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar þú hugsar um það hvernig Liverpool liðið hefur verið undanfarin þrjú ár. Það var lið sem enginn vildi mæta, lið sem var alltaf að spila af fullum krafti, lið sem var súper agressíft og lið sem var örugglega hræðilegt að mæta,“ sagði Graeme Souness. „Núna vilja aftur á móti örugglega allir mæta þeim. Þeir eru auðvelt skotmark og það er sárt fyrir mig að horfa upp á það,“ sagði Souness. „Sem stuðningsmaður Liverpool þá er ég rosalega vonsvikinn með mitt lið. Það leit út fyrir að þeir hefðu enga orku eða kraft til að sækja þennan sigur. Betra liðið fékk stigin,“ sagði Souness. Liverpool er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar og liðið er ekki aðeins búið að klúðra titilvörninni heldur er útlit fyrir því að liðið þurfi að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Næstu deildarleikir Liverpool eru á móti Sheffield United (úti), Chelsea (heima), Fulham (heima) og Wolves (úti) en svo kemur landsleikjahlé. Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum óttuðust allir að mæta Liverpool liðinu en núna er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á því að í dag vilji fagni því að mæta þeim. Meiðsli leikmanna Liverpool liðsins hafa safnast upp og það ásamt miklu leikjaálagi undanfarinna ára virðist hafa dregið alla vígtennurnar úr liðinu. Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina og það á móti nágrönnunum í Everton sem höfðu ekki unnið á Anfield á þessari öld. Graeme Souness insists Liverpool have gone from 'a team no one wanted to play against to one everyone wants to play' https://t.co/F9HeH03APx— MailOnline Sport (@MailSport) February 20, 2021 Graeme Souness er fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool. Hann hafði sína skoðun á liðinu eftir tapið á móti Everton. „Þeir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar þú hugsar um það hvernig Liverpool liðið hefur verið undanfarin þrjú ár. Það var lið sem enginn vildi mæta, lið sem var alltaf að spila af fullum krafti, lið sem var súper agressíft og lið sem var örugglega hræðilegt að mæta,“ sagði Graeme Souness. „Núna vilja aftur á móti örugglega allir mæta þeim. Þeir eru auðvelt skotmark og það er sárt fyrir mig að horfa upp á það,“ sagði Souness. „Sem stuðningsmaður Liverpool þá er ég rosalega vonsvikinn með mitt lið. Það leit út fyrir að þeir hefðu enga orku eða kraft til að sækja þennan sigur. Betra liðið fékk stigin,“ sagði Souness. Liverpool er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar og liðið er ekki aðeins búið að klúðra titilvörninni heldur er útlit fyrir því að liðið þurfi að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Næstu deildarleikir Liverpool eru á móti Sheffield United (úti), Chelsea (heima), Fulham (heima) og Wolves (úti) en svo kemur landsleikjahlé.
Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira