„Leikmenn Liverpool eru eins og uppvakningar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 16:31 Liverpool tapaði í fyrsta sinn fyrir Everton á Anfield í 22 ár á laugardaginn var. getty/Laurence Griffiths Gary Neville, fótboltasérfræðingur á Sky Sports, segir að leikmenn Englandsmeistara Liverpool líti út eins og uppvakningar á vellinum. Liverpool laut í lægra haldi fyrir Everton, 0-2, í Bítlaborgarslagnum á laugardaginn. Þetta var fjórða tap liðsins á heimavelli í röð og það er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar dapurt gengi eftir áramót. Neville segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ætti að íhuga að gera breytingar til að freista þess að snúa gengi meistaranna við. „Það er þessi vöntun á breytingu. Önnur hugmynd. Þeir líta út fyrir að vera sigraðir, nánast eins og uppvakningar á vellinum. Gangandi um hugsandi sama hlutinn,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu hjá Sky Sports. „Kannski þarf eitthvað öðruvísi frá Klopp? Jafnvel hann gæti hugsað með sér hvort hann ætti að gera eitthvað öðruvísi. Það er ekki mitt að ráðleggja Klopp og Liverpool hvað þeir eigi að gera en kannski að spila leikkerfi sem ver miðverðina betur eða fara í þriggja manna vörn? Við höfum séð önnur lið fara þá leið.“ Þrátt fyrir slakt gengi að undanförnu telur Neville að Liverpool endi í einu að fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og komist þannig í Meistaradeildina á næsta tímabili. „Mér sýnist þeir þurfa nýjar hugmyndir til að koma sér í gang því annars gæti þetta orðið mjög niðurdrepandi tímabil ef þeir komast ekki í Meistaradeildina sem ég held samt að þeir geri. En ef þú ert stuðningsmaður Liverpool eru áhyggjurnar meiri en fyrir tveimur til þremur vikum,“ sagði Neville. Þrátt fyrir að illa hafi gengið í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur er Liverpool komið með annan fótinn inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 0-2 útisigur á RB Leipzig í síðustu viku. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir Liverpool liðið bara vera skuggann af sjálfu sér: Nú vilja allir spila við þá Fyrir aðeins ári síðan vann Liverpool næstum því alla leiki sína og var með yfirburðastöðu í ensku úrvalsdeildinni en ári síðan er þetta eins og svart og hvítt. 22. febrúar 2021 10:31 Man City með fleiri stig en Liverpool, Tottenham og Arsenal á árinu Manchester City hefur vægast sagt verið á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni það sem af er ári. Sigur þeirra á Arsenal í gær var sá þrettándi í röð. 22. febrúar 2021 07:01 Sögðu Liverpool í „sögulegri krísu“ Það eru vandræði hjá ensku meisturunum í Liverpool. Þeir hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð á heimavelli og eru sextán stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða. 21. febrúar 2021 14:30 Ancelotti sagði harðjaxlinn mest ánægðan með sigurinn Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hrósaði lærisveinum sínum í hástert eftir sigurinn á Liverpool í gær en sagði að sá ánægðasti í búningsklefanum væri Duncan Ferguson. 21. febrúar 2021 13:00 Souness tók dómarana á teppið eftir leiki gærdagsins Greame Souness, fyrrum knattspyrnustjóri og nú sparkspekingur Sky Sports, vandaði ekki enskum dómurum kveðjurnar eftir leiki gærdagsins í enska boltanum. 21. febrúar 2021 12:00 Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Liverpool laut í lægra haldi fyrir Everton, 0-2, í Bítlaborgarslagnum á laugardaginn. Þetta var fjórða tap liðsins á heimavelli í röð og það er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar dapurt gengi eftir áramót. Neville segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ætti að íhuga að gera breytingar til að freista þess að snúa gengi meistaranna við. „Það er þessi vöntun á breytingu. Önnur hugmynd. Þeir líta út fyrir að vera sigraðir, nánast eins og uppvakningar á vellinum. Gangandi um hugsandi sama hlutinn,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu hjá Sky Sports. „Kannski þarf eitthvað öðruvísi frá Klopp? Jafnvel hann gæti hugsað með sér hvort hann ætti að gera eitthvað öðruvísi. Það er ekki mitt að ráðleggja Klopp og Liverpool hvað þeir eigi að gera en kannski að spila leikkerfi sem ver miðverðina betur eða fara í þriggja manna vörn? Við höfum séð önnur lið fara þá leið.“ Þrátt fyrir slakt gengi að undanförnu telur Neville að Liverpool endi í einu að fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og komist þannig í Meistaradeildina á næsta tímabili. „Mér sýnist þeir þurfa nýjar hugmyndir til að koma sér í gang því annars gæti þetta orðið mjög niðurdrepandi tímabil ef þeir komast ekki í Meistaradeildina sem ég held samt að þeir geri. En ef þú ert stuðningsmaður Liverpool eru áhyggjurnar meiri en fyrir tveimur til þremur vikum,“ sagði Neville. Þrátt fyrir að illa hafi gengið í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur er Liverpool komið með annan fótinn inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 0-2 útisigur á RB Leipzig í síðustu viku.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir Liverpool liðið bara vera skuggann af sjálfu sér: Nú vilja allir spila við þá Fyrir aðeins ári síðan vann Liverpool næstum því alla leiki sína og var með yfirburðastöðu í ensku úrvalsdeildinni en ári síðan er þetta eins og svart og hvítt. 22. febrúar 2021 10:31 Man City með fleiri stig en Liverpool, Tottenham og Arsenal á árinu Manchester City hefur vægast sagt verið á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni það sem af er ári. Sigur þeirra á Arsenal í gær var sá þrettándi í röð. 22. febrúar 2021 07:01 Sögðu Liverpool í „sögulegri krísu“ Það eru vandræði hjá ensku meisturunum í Liverpool. Þeir hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð á heimavelli og eru sextán stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða. 21. febrúar 2021 14:30 Ancelotti sagði harðjaxlinn mest ánægðan með sigurinn Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hrósaði lærisveinum sínum í hástert eftir sigurinn á Liverpool í gær en sagði að sá ánægðasti í búningsklefanum væri Duncan Ferguson. 21. febrúar 2021 13:00 Souness tók dómarana á teppið eftir leiki gærdagsins Greame Souness, fyrrum knattspyrnustjóri og nú sparkspekingur Sky Sports, vandaði ekki enskum dómurum kveðjurnar eftir leiki gærdagsins í enska boltanum. 21. febrúar 2021 12:00 Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Segir Liverpool liðið bara vera skuggann af sjálfu sér: Nú vilja allir spila við þá Fyrir aðeins ári síðan vann Liverpool næstum því alla leiki sína og var með yfirburðastöðu í ensku úrvalsdeildinni en ári síðan er þetta eins og svart og hvítt. 22. febrúar 2021 10:31
Man City með fleiri stig en Liverpool, Tottenham og Arsenal á árinu Manchester City hefur vægast sagt verið á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni það sem af er ári. Sigur þeirra á Arsenal í gær var sá þrettándi í röð. 22. febrúar 2021 07:01
Sögðu Liverpool í „sögulegri krísu“ Það eru vandræði hjá ensku meisturunum í Liverpool. Þeir hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð á heimavelli og eru sextán stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða. 21. febrúar 2021 14:30
Ancelotti sagði harðjaxlinn mest ánægðan með sigurinn Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hrósaði lærisveinum sínum í hástert eftir sigurinn á Liverpool í gær en sagði að sá ánægðasti í búningsklefanum væri Duncan Ferguson. 21. febrúar 2021 13:00
Souness tók dómarana á teppið eftir leiki gærdagsins Greame Souness, fyrrum knattspyrnustjóri og nú sparkspekingur Sky Sports, vandaði ekki enskum dómurum kveðjurnar eftir leiki gærdagsins í enska boltanum. 21. febrúar 2021 12:00
Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00