Langvarandi áhrif Covid-19 minnki yfirleitt með tímanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 21:01 Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson Tæp sjötíu prósent þeirra sem greindust með covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi segjast hafa fundið fyrir þreytu og um helmingur hefur fundið fyrir verkjum og mæði, eftir að hafa jafnað sig af sjúkdómnum sjálfum. Langvarandi áhrif covid-19 fari þó minnkandi með tímanum. Þetta segir Sigríður Zoega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, en hún heldur utan um rannsókn um eftirköst covid-19 á Íslandi. Sigríður segir að þau eftirköst sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkisslögreglustjóra, lýsti í samtali við fréttastofu í dag séu í nokkru samræmi við fyrstu niðurstöður úr þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar. „Þær ríma nokkuð vel við þær niðurstöður sem við fengum úr fyrstu bylgjunni þegar við spurðum fólk um líðan þeirra þremur til sex mánuðum eftir að þau veiktust. Þá voru tæp sjötíu prósent sem greindu frá því að þau finndu fyrir þreytu, helmingur fann fyrir verkjum og mæði og um tuttugu og fimm til þrjátíu prósent fann fyrir skerðingu á bragð og lyktarskini,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þessar niðurstöður séu í samræmi við sambærilegar erlendar rannsóknir. Sigríður segir að enn sé erfitt að segja til um það hversu langvarandi afleiðingarnar eru. „Við vitum það náttúrlega ekki í raun. Það er eitt ár frá fyrsta smiti núna í þessari viku og við vitum ekki hversu langvarandi þessi áhrif eru. En í Bretlandi þá hafa þeir búið til leiðbeiningar um meðferð sjúklinga með langvinnt covid og þeir hafa skilgreint það sem einkenni sem að vara í framhaldi af sjúkdómnum í allt að tólf vikur eða lengur og sem sem sagt ekki er hægt að skýra með öðrum sjúkdómum,“ segir Sigríður. Rannsókn heldur áfram Til stendur að halda áfram að rannsaka langvarandi afleiðingar covid hér á landi. „Við erum að hefja rannsókn núna þar sem við ætlum að leggja spurningalista aftur fyrir fólk núna ári eftir að það veiktist og við ætlum jafnframt líka að skoða líðan þeirra sem að veiktust núna í annarri og þriðju bylgju,“ segir Sigríður. Í raun séu engar vísbendingar ennþá um það hversu lengi eftirköst geti varað. „Erlendar rannsóknir hafa í raun allar sagt það sama, við vitum ekki hversu lengi þessi einkenni munu vara en við sjáum það yfirleitt að þau minnka með tímanum,“ segir Sigríður og ítrekar um leið mikilvægi þess að halda áfram öflugum sóttvörnum, faraldrinum sé ekki lokið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Sigríður segir að þau eftirköst sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkisslögreglustjóra, lýsti í samtali við fréttastofu í dag séu í nokkru samræmi við fyrstu niðurstöður úr þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar. „Þær ríma nokkuð vel við þær niðurstöður sem við fengum úr fyrstu bylgjunni þegar við spurðum fólk um líðan þeirra þremur til sex mánuðum eftir að þau veiktust. Þá voru tæp sjötíu prósent sem greindu frá því að þau finndu fyrir þreytu, helmingur fann fyrir verkjum og mæði og um tuttugu og fimm til þrjátíu prósent fann fyrir skerðingu á bragð og lyktarskini,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þessar niðurstöður séu í samræmi við sambærilegar erlendar rannsóknir. Sigríður segir að enn sé erfitt að segja til um það hversu langvarandi afleiðingarnar eru. „Við vitum það náttúrlega ekki í raun. Það er eitt ár frá fyrsta smiti núna í þessari viku og við vitum ekki hversu langvarandi þessi áhrif eru. En í Bretlandi þá hafa þeir búið til leiðbeiningar um meðferð sjúklinga með langvinnt covid og þeir hafa skilgreint það sem einkenni sem að vara í framhaldi af sjúkdómnum í allt að tólf vikur eða lengur og sem sem sagt ekki er hægt að skýra með öðrum sjúkdómum,“ segir Sigríður. Rannsókn heldur áfram Til stendur að halda áfram að rannsaka langvarandi afleiðingar covid hér á landi. „Við erum að hefja rannsókn núna þar sem við ætlum að leggja spurningalista aftur fyrir fólk núna ári eftir að það veiktist og við ætlum jafnframt líka að skoða líðan þeirra sem að veiktust núna í annarri og þriðju bylgju,“ segir Sigríður. Í raun séu engar vísbendingar ennþá um það hversu lengi eftirköst geti varað. „Erlendar rannsóknir hafa í raun allar sagt það sama, við vitum ekki hversu lengi þessi einkenni munu vara en við sjáum það yfirleitt að þau minnka með tímanum,“ segir Sigríður og ítrekar um leið mikilvægi þess að halda áfram öflugum sóttvörnum, faraldrinum sé ekki lokið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira