Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 23. febrúar 2021 09:15 Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur fer fram 25. febrúar og kosning til stjórnarsetu og fulltrúaráðs er þegar hafin. Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur fer fram 25. febrúar og kosning til stjórnarsetu og fulltrúaráðs er þegar hafin. Í ljósi aðstæðna verður kosningin rafræn er samþykkt fékkst fyrir því á síðasta aðalfundi. Þrátt fyrir að þetta sé gert núna vegna Covid er þetta líklega og nauðsynlega fyrir félagið framtíðin varðandi fyrirkomulag kosninga. Nauðsynin í framkvæmdinni snýr að því að fá sem flesta félagsmenn til að greiða atkvæði en undanfarin ár hefur stjórn félagsins setið í umboði mjög fárra félagsmanna eða eins og á síðasta aðalfundi einhverstaðar á milli 100 og 200 manns. Alls eru fimm í framboði til stjórnar en kosið er um þrjú sæti. Samhliða kosningu í stjórn félagsins er kosið í fulltrúaráð um fimm sæti en þar eru sjö manns í framboði en voru átta, eitt framboðið var dregið til baka. Kosningu lýkur á morgun 24. febrúar svo það er um að gera fyrir félagsmenn að drífa sig í að kjósa sem fyrst. Til að kjósa getur þú smellt á þennan link. Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði
Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur fer fram 25. febrúar og kosning til stjórnarsetu og fulltrúaráðs er þegar hafin. Í ljósi aðstæðna verður kosningin rafræn er samþykkt fékkst fyrir því á síðasta aðalfundi. Þrátt fyrir að þetta sé gert núna vegna Covid er þetta líklega og nauðsynlega fyrir félagið framtíðin varðandi fyrirkomulag kosninga. Nauðsynin í framkvæmdinni snýr að því að fá sem flesta félagsmenn til að greiða atkvæði en undanfarin ár hefur stjórn félagsins setið í umboði mjög fárra félagsmanna eða eins og á síðasta aðalfundi einhverstaðar á milli 100 og 200 manns. Alls eru fimm í framboði til stjórnar en kosið er um þrjú sæti. Samhliða kosningu í stjórn félagsins er kosið í fulltrúaráð um fimm sæti en þar eru sjö manns í framboði en voru átta, eitt framboðið var dregið til baka. Kosningu lýkur á morgun 24. febrúar svo það er um að gera fyrir félagsmenn að drífa sig í að kjósa sem fyrst. Til að kjósa getur þú smellt á þennan link.
Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði