Kyrie vill fá Kobe á nýtt merki NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2021 12:00 Kyrie Irving og til hliðar er hugmynd hans af NBA merkinu með Kobe Bryant. Samsett/Getty og Instagram Bandaríska körfuboltastjarnan Kyrie Irving vill að Kobe Bryant verði minnst sérstaklega með því að gera nýtt merki NBA-deildarinnar sem yrði byggt á mynd af Kobe. Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu. NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu.
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira