Bistro Boy er hliðarsjálf tónlistarmannsins Frosta Jónssonar en frá því að hann gaf út sína fyrstu plötu, EP plötuna Sólheimar árið 2012, hefur hann sent frá sér breiðskífurnar Píanó í þokunni (2018), Svartir Sandar (2016), Journey (2013) auk EP platna og singla.
Lagið er sungið af PETE (Jess McAvoy). Jess er non-binary (kynsegin) frá Ástralíu, búsett í Bandaríkjunum.
Hægt er að hlusta á allar útgáfur Bistro Boy á Spotify og fylgjast nánar með á Facebook og Instagram.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.