„Ég var kominn í óreglu og ákvað að skella mér í meðferð” Ritstjórn Albumm skrifar 28. febrúar 2021 16:00 Andri Ásgrímsson tónlistarmaður. Dóra Dúna Út er komin platan Tónlist til að púsla við eftir Andra Ásgrímsson. Andri hefur áður getið sér gott orð með hljómsveitunum Leaves, Náttfara, Rif og fleirum, sem gítar- og hljómborðsleikari og söngvari. Tónlistin á plötunni er á margan hátt óhefðbundnari en fyrri verk Andra. Lagt var upp með að gera þægilega, kósý plötu sem hægt væri að sofna við síðdegisblundi eða já, púsla við á kvöldin. Reyndir menn spila með Andri var að leita eftir jözzuðum, instrumental fíling og fékk þar af leiðandi reynda menn í þeirri deild til liðs við sig. Hinn magnaði Magnús Tryggvason Elíasson sér um trommuleik og Freysteinn Gíslason um kontrabassaleik en hann sótti menntun sína í Konunglega tónlistarskólann í Haag í Hollandi. Ennfremur lék hinn margrómaði Arnljótur Sigurðsson á þverflautu. Öll tónlistin er eftir Andra en hann spilar á Martin D-17m gítar og Kawai K300 píanó úr Tónastöðinni. Hljóðfæraskipan er semsagt mjög náttúruleg og akústísk þar sem heyra má brak í við hljóðfæra ef grannt er hlustað. Platan var tekin upp fyrri part ársins 2020 í stúdíó Vogor en Andri lagði hönd á plóg við smíði og uppsetningu hljóðversins ásamt Ólafi Jósepsyni og fleiri góðum mönnum. Fékk hugarró og eirð „Ég var kominn í óreglu og ákvað að skella mér í meðferð sumarið 2019, sem var auðvitað mjög góð ákvörðun. Við það myndaðist smá saman hugarró og eirð til að einbeita sér að tónlist aftur. Ég hafði komist upp á lag með að púsla mikið, ég þakti veggina með Íslandspúsl seríunni: Hraunfossar, Almannagjá, Sveinstindur, Kirkjufellsfoss, Skógarfoss og Landmannalaugar. Á meðan ég púsla er vaninn að skella vínylplötu á fóninn. Þetta er hin fínasta hugleiðsla sem ég mæli eindregið með. Þannig kom pælingin: að gera hina fullkomnu púslplötu“ – segir Andri að lokum. Arnar Guðjónsson félagi Andra úr hljómsveitinni Leaves sá um hljóðblöndun á sinn fágaða hátt. Ljósmynd á umslagi voru í höndum Dóru Dúnu og eftirvinnslu gerði Emil Ásgrímsson. Hægt er að panta vínyl beint frá bónda á netfanginu andriasgrimsson@gmail.com. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið
Tónlistin á plötunni er á margan hátt óhefðbundnari en fyrri verk Andra. Lagt var upp með að gera þægilega, kósý plötu sem hægt væri að sofna við síðdegisblundi eða já, púsla við á kvöldin. Reyndir menn spila með Andri var að leita eftir jözzuðum, instrumental fíling og fékk þar af leiðandi reynda menn í þeirri deild til liðs við sig. Hinn magnaði Magnús Tryggvason Elíasson sér um trommuleik og Freysteinn Gíslason um kontrabassaleik en hann sótti menntun sína í Konunglega tónlistarskólann í Haag í Hollandi. Ennfremur lék hinn margrómaði Arnljótur Sigurðsson á þverflautu. Öll tónlistin er eftir Andra en hann spilar á Martin D-17m gítar og Kawai K300 píanó úr Tónastöðinni. Hljóðfæraskipan er semsagt mjög náttúruleg og akústísk þar sem heyra má brak í við hljóðfæra ef grannt er hlustað. Platan var tekin upp fyrri part ársins 2020 í stúdíó Vogor en Andri lagði hönd á plóg við smíði og uppsetningu hljóðversins ásamt Ólafi Jósepsyni og fleiri góðum mönnum. Fékk hugarró og eirð „Ég var kominn í óreglu og ákvað að skella mér í meðferð sumarið 2019, sem var auðvitað mjög góð ákvörðun. Við það myndaðist smá saman hugarró og eirð til að einbeita sér að tónlist aftur. Ég hafði komist upp á lag með að púsla mikið, ég þakti veggina með Íslandspúsl seríunni: Hraunfossar, Almannagjá, Sveinstindur, Kirkjufellsfoss, Skógarfoss og Landmannalaugar. Á meðan ég púsla er vaninn að skella vínylplötu á fóninn. Þetta er hin fínasta hugleiðsla sem ég mæli eindregið með. Þannig kom pælingin: að gera hina fullkomnu púslplötu“ – segir Andri að lokum. Arnar Guðjónsson félagi Andra úr hljómsveitinni Leaves sá um hljóðblöndun á sinn fágaða hátt. Ljósmynd á umslagi voru í höndum Dóru Dúnu og eftirvinnslu gerði Emil Ásgrímsson. Hægt er að panta vínyl beint frá bónda á netfanginu andriasgrimsson@gmail.com. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið