Dómarar ensku úrvalsdeildarinnar tapa peningum þegar þeir gera mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 09:00 Dómarar geta gert mistök, jafnvel þegar þeir mega skoða endursýningar, og sú varð raunin á dögunum þegar Mike Dean rak West Ham manninn Tomas Soucek af velli. Getty/Clive Rose Frammistöðumat dómara í ensku úrvalsdeildinni hjálpar þeim ekki aðeins upp metorðastigann og til að fá stærri leiki. Matið hefur einnig áhrif á launaseðil þeirra. Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð. Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð.
Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira