Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:21 Alexei Navalní í réttarsal fyrr í mánuðinum. Hann hefur verið dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. Navalní kom aftur til Rússlands fyrir akkúrat sex vikum síðan í fyrsta skipti síðan eitrað var fyrir honum. Hann var handtekinn um leið og hann steig út úr flugvélinni og hefur verið í haldi síðan. Hann var sakaður um að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinum Novichok. Navalní er haldið í fangabúðum númer 2 í bænum Pokrov um 100 kílómetrum austur af Moskvu. Ruslan Vakhapov, aðgerðasinni í málefnum fanga í Rússlandi, segir aðstæðurnar í fangabúðunum hræðilegar. „Þetta eru hræðilegar fangabúðir,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters í dag. Að sögn Vakhapovs taka fangar þátt í að hafa hemil á öðrum föngum og beita aðra fanga ofbeldi fari þeir ekki eftir ströngustu reglum. „Ef það þarf að koma í veg fyrir að Navalní hafi samskipti við aðra mun enginn tala við hann,“ sagði Vakhapov. „Ef eitthvað gerist mun hann ekki geta beðið um hjálp fyrr en lögmaðurinn hans kemur og heimsækir hann.“ Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25. febrúar 2021 23:30 Áfrýjun Navalnís hafnað Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. 20. febrúar 2021 13:41 Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. 23. febrúar 2021 13:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Navalní kom aftur til Rússlands fyrir akkúrat sex vikum síðan í fyrsta skipti síðan eitrað var fyrir honum. Hann var handtekinn um leið og hann steig út úr flugvélinni og hefur verið í haldi síðan. Hann var sakaður um að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinum Novichok. Navalní er haldið í fangabúðum númer 2 í bænum Pokrov um 100 kílómetrum austur af Moskvu. Ruslan Vakhapov, aðgerðasinni í málefnum fanga í Rússlandi, segir aðstæðurnar í fangabúðunum hræðilegar. „Þetta eru hræðilegar fangabúðir,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters í dag. Að sögn Vakhapovs taka fangar þátt í að hafa hemil á öðrum föngum og beita aðra fanga ofbeldi fari þeir ekki eftir ströngustu reglum. „Ef það þarf að koma í veg fyrir að Navalní hafi samskipti við aðra mun enginn tala við hann,“ sagði Vakhapov. „Ef eitthvað gerist mun hann ekki geta beðið um hjálp fyrr en lögmaðurinn hans kemur og heimsækir hann.“
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25. febrúar 2021 23:30 Áfrýjun Navalnís hafnað Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. 20. febrúar 2021 13:41 Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. 23. febrúar 2021 13:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25. febrúar 2021 23:30
Áfrýjun Navalnís hafnað Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. 20. febrúar 2021 13:41
Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. 23. febrúar 2021 13:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“