Golf

Morikawa sigraði fyrsta heimsmót ársins af öryggi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Collin Morikawa
Collin Morikawa vísir/Getty

Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa bar sigur úr býtum á fyrsta heimsmóti ársins sem fram fór í Flórída um helgina.

Mótið er hluti af PGA mótaröðinni og fór fram á The Concession vellinum en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem keppt er á vellinum á mótaröðinni. Mótið átti að fara fram í Mexíkó en var fært vegna kórónuveirufaraldursins.

Hinn 24 ára gamli Morikawa lék af miklu öryggi og lauk keppni á samtals átján höggum undir pari.

Jafnir í öðru sæti voru Norðmaðurinn Viktor Hovland og Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka og Billy Horschel á samtals fimmtán höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×