Ederson með fleiri stoðsendingar en Bruno á móti „stóru sex“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 11:00 Bruno Fernandes hefur ekki veirð líkur sjálfum sér í leikjum Manchester United á móti hinum stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. AP/Dave Thompson Bruno Fernandes hefur aðeins komið að einu marki í sjö leikjum á tímabilinu á móti stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes var í gær einu sinni enn lítið áberandi í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur margoft gert útslagið í leikjum Manchester United á móti minni liðum deildarinnar en á móti „stóru sex“ er lítið að frétta hjá Portúgalanum. Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu er komin með fimmtán mörk og ellefu stoðsendingar í fyrstu 26 deildarleikjunum og mikinn þátt í því að liðið er í öðru sætinu. Bruno hefur verið orðaður við verðlaunin yfir besta leikmann leiktíðarinnar og það er því sláandi að velta fyrir sér slakri frammistöðu hans á móti stóru sex liðunum í deildinni. '0 open play goals in 730 minutes...' 'Ederson has more assists against the big six this season!'Fans have not held back in slamming another underwhelming performance by Bruno Fernandes against a 'Big Six' side https://t.co/lPN94bYnCS— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2021 Bruno náði aðeins að skapa eitt færi fyrir félaga sína í markalausa jafnteflinu á móti Chelsea í gær, hann náði ekki skoti á mark í leiknum og missti boltann til mótherja alls tuttugu sinnum. Bruno Fernandes hefur nú spilað í 730 mínútur á móti stóru liðunum í deildinni, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham, án þess að búa til mark í opnum leik. Bruno Fernandes against the 'Big Six in the Premier League this season:7 games1 goal0 assists pic.twitter.com/8yhL24qaOP— ESPN FC (@ESPNFC) February 28, 2021 Eina markið hans á móti „stóru sex“ kom úr vítaspyrnu í 1-6 stórtapi á móti Tottenham í október síðastliðnum. Hann hefur ekki gefið eina stoðsendingu í þessum sjö leikjum sem þýðir að Ederson, markvörður Manchester City, hefur gefið fleiri stoðsendingar í leikjum á móti „stóru sex“ en Bruno Fernandes. Fyrir vikið gengur ekkert hjá Manchester United að skora í þessum leikjum á móti hinum stóru liðum deildarinnar. Liðið hefur nú gert fjögur markalaus jafntefli í röð í slíkum leikjum en þeir hafa verið á móti Manchester City í desember, á móti Liverpool og Arsenal í janúar og svo á móti Chelsea í gær. Bruno Fernandes' game by numbers against Chelsea:20 x possession lost (most)4 x dribbled past (joint-most)1 chance created0 shots on target0 take-ons completed pic.twitter.com/rm75yF0w6L— Squawka Football (@Squawka) February 28, 2021 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Bruno Fernandes var í gær einu sinni enn lítið áberandi í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur margoft gert útslagið í leikjum Manchester United á móti minni liðum deildarinnar en á móti „stóru sex“ er lítið að frétta hjá Portúgalanum. Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu er komin með fimmtán mörk og ellefu stoðsendingar í fyrstu 26 deildarleikjunum og mikinn þátt í því að liðið er í öðru sætinu. Bruno hefur verið orðaður við verðlaunin yfir besta leikmann leiktíðarinnar og það er því sláandi að velta fyrir sér slakri frammistöðu hans á móti stóru sex liðunum í deildinni. '0 open play goals in 730 minutes...' 'Ederson has more assists against the big six this season!'Fans have not held back in slamming another underwhelming performance by Bruno Fernandes against a 'Big Six' side https://t.co/lPN94bYnCS— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2021 Bruno náði aðeins að skapa eitt færi fyrir félaga sína í markalausa jafnteflinu á móti Chelsea í gær, hann náði ekki skoti á mark í leiknum og missti boltann til mótherja alls tuttugu sinnum. Bruno Fernandes hefur nú spilað í 730 mínútur á móti stóru liðunum í deildinni, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham, án þess að búa til mark í opnum leik. Bruno Fernandes against the 'Big Six in the Premier League this season:7 games1 goal0 assists pic.twitter.com/8yhL24qaOP— ESPN FC (@ESPNFC) February 28, 2021 Eina markið hans á móti „stóru sex“ kom úr vítaspyrnu í 1-6 stórtapi á móti Tottenham í október síðastliðnum. Hann hefur ekki gefið eina stoðsendingu í þessum sjö leikjum sem þýðir að Ederson, markvörður Manchester City, hefur gefið fleiri stoðsendingar í leikjum á móti „stóru sex“ en Bruno Fernandes. Fyrir vikið gengur ekkert hjá Manchester United að skora í þessum leikjum á móti hinum stóru liðum deildarinnar. Liðið hefur nú gert fjögur markalaus jafntefli í röð í slíkum leikjum en þeir hafa verið á móti Manchester City í desember, á móti Liverpool og Arsenal í janúar og svo á móti Chelsea í gær. Bruno Fernandes' game by numbers against Chelsea:20 x possession lost (most)4 x dribbled past (joint-most)1 chance created0 shots on target0 take-ons completed pic.twitter.com/rm75yF0w6L— Squawka Football (@Squawka) February 28, 2021
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira