Jeremy Lin segist hafa verið kallaður kórónuvírus í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 10:00 Jeremy Lin fór í eitt tímabil til Kína en er nú að reyna að komast aftur inn í NBA-deildina. Getty/VCG Íslandsvinurinn Jeremy Lin henti fram sprengju í færslu á samfélagsmiðlum um helgina og þjálfari Golden State Warriors vill frekari rannsókn á málinu. Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin vill ekki segja hver það var sem kallaði hann kórónuvírus í leik á dögunum en hann vildi vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem hann verður enn fyrir inn á körfuboltavellinum. Jeremy Lin spilar nú í G-deildinni sem er þróunardeild NBA og er hann leikmaður Santa Cruz Warriors, hliðarliðs Golden State Warriors. Jeremy Lin vakti heimsathygli á sínum tíma þegar hann sló óvænt í gegn með liði New York Knicks og hefur síðan gert samninga við Houston Rockets, Charlotte Hornets og Brooklyn Nets. Hann samdi síðan við kínverska liðið Beijing Ducks 2019 og spilaði með því í eitt tímabil. "Being a 9 year NBA veteran doesn't protect me from being called 'coronavirus' on the court."Jeremy Lin detailed the racism that he and other Asian Americans have experienced. #StopAsianHate(via @jlin7) pic.twitter.com/cBmHkOCSsn— ESPN (@espn) February 26, 2021 Lin vildi komast aftur í NBA-deildina en hann er orðinn 32 ára gamall. Lin ætlar nú að reyna að vinna sér sæti í NBA á ný með góðri frammistöðu í G-deildinni. Færsla Jeremy Lin á samfélagsmiðlum var um kynþáttaformdóma gegn Bandaríkjamönnum af asískum ættum eins og hann er sjálfur. Lin skrifaði að fólk af asískum ættum í Bandaríkjunum væri orðið langþreytt á því að heyra það að það yrði ekki fyrir kynþáttafordómum. „Þrátt fyrir að eiga að baki níu ár í NBA-deildinni þá ver það mig ekki fyrir að vera kallaður kórónuvírus í miðjum leik,“ skrifaði Jeremy Lin. Jeremy Lin sagði ekki frá því hver það var sem kallaði hann þetta og hefur heldur ekki viljað segja frá því þegar bandarískir blaðamenn hafa spurt hann út í það. The NBA G League is investigating Jeremy Lin's statements that he's been called "Coronavirus" during games, per @ShamsCharania pic.twitter.com/yUDY4MO0f2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 27, 2021 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, vildi að NBA-deildin myndi rannsaka betur ásakanir Jeremy Lin. Jeremy Lin fór óvenjulega leið inn í NBA-deildinni en hann gafst aldrei upp þótt lítið hafi gengið framan af. Hann kom úr Harvard háskólanum og svaf meðal annars á sófa vinar síns til að halda draumnum gangandi. Tækifærið kom síðan hjá New York Knicks á 2011-12 tímabilinu. Hann er með 11,6 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 480 leikjum í NBA-deildinni frá 2010 til 2019. .@JLin7 speaks out on racist attacks against the Asian community. pic.twitter.com/Ly2jJX3DTp— Bleacher Report (@BleacherReport) February 26, 2021 NBA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin vill ekki segja hver það var sem kallaði hann kórónuvírus í leik á dögunum en hann vildi vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem hann verður enn fyrir inn á körfuboltavellinum. Jeremy Lin spilar nú í G-deildinni sem er þróunardeild NBA og er hann leikmaður Santa Cruz Warriors, hliðarliðs Golden State Warriors. Jeremy Lin vakti heimsathygli á sínum tíma þegar hann sló óvænt í gegn með liði New York Knicks og hefur síðan gert samninga við Houston Rockets, Charlotte Hornets og Brooklyn Nets. Hann samdi síðan við kínverska liðið Beijing Ducks 2019 og spilaði með því í eitt tímabil. "Being a 9 year NBA veteran doesn't protect me from being called 'coronavirus' on the court."Jeremy Lin detailed the racism that he and other Asian Americans have experienced. #StopAsianHate(via @jlin7) pic.twitter.com/cBmHkOCSsn— ESPN (@espn) February 26, 2021 Lin vildi komast aftur í NBA-deildina en hann er orðinn 32 ára gamall. Lin ætlar nú að reyna að vinna sér sæti í NBA á ný með góðri frammistöðu í G-deildinni. Færsla Jeremy Lin á samfélagsmiðlum var um kynþáttaformdóma gegn Bandaríkjamönnum af asískum ættum eins og hann er sjálfur. Lin skrifaði að fólk af asískum ættum í Bandaríkjunum væri orðið langþreytt á því að heyra það að það yrði ekki fyrir kynþáttafordómum. „Þrátt fyrir að eiga að baki níu ár í NBA-deildinni þá ver það mig ekki fyrir að vera kallaður kórónuvírus í miðjum leik,“ skrifaði Jeremy Lin. Jeremy Lin sagði ekki frá því hver það var sem kallaði hann þetta og hefur heldur ekki viljað segja frá því þegar bandarískir blaðamenn hafa spurt hann út í það. The NBA G League is investigating Jeremy Lin's statements that he's been called "Coronavirus" during games, per @ShamsCharania pic.twitter.com/yUDY4MO0f2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 27, 2021 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, vildi að NBA-deildin myndi rannsaka betur ásakanir Jeremy Lin. Jeremy Lin fór óvenjulega leið inn í NBA-deildinni en hann gafst aldrei upp þótt lítið hafi gengið framan af. Hann kom úr Harvard háskólanum og svaf meðal annars á sófa vinar síns til að halda draumnum gangandi. Tækifærið kom síðan hjá New York Knicks á 2011-12 tímabilinu. Hann er með 11,6 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 480 leikjum í NBA-deildinni frá 2010 til 2019. .@JLin7 speaks out on racist attacks against the Asian community. pic.twitter.com/Ly2jJX3DTp— Bleacher Report (@BleacherReport) February 26, 2021
NBA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira