Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 15:09 Fanganýlendan IK-2 er nærri bænum Pokrov, sem er um 85 kílómetra austur af Moskvu. Getty/Mikhail Metzel Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent