Breytingar á vinnumarkaði kalla á viðbrögð Sigmundur Halldórsson skrifar 8. mars 2021 09:02 Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun