Pep segir að City-liðið hafi komist í gegnum helvíti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 10:30 Leikmenn Manchester City fagna hér marki Gabriel Jesus á móti Úlfunum í gær. AP/Carl Recine Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er áfram varkár í yfirlýsingum sínum þrátt fyrir að lið hans hafi í gær náð fimmtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City vann 4-1 sigur á Wolves í gær og er nú með 65 stig eða fimmtán fleiri en Manchester United í öðru sæti. Þetta var 21. sigur Manchester City í röð í öllum keppnum en liðið er með yfirburðastöðu í deildinni, í góðri stöðu eftir sigur á Gladbach í fyrri leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar, komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins og í úrslitaleik enska deildabikarsins. Pep Guardiola hrósaði sínum mönnum fyrir að komast svo vel í gegnum mjög erfiðan hluta tímabilsins með allt leikjaálagið yfir háveturinn. "The record we will talk about in the future. In Winter time - November, December, January in England, it is hell! It s more than remarkable." #MCFC https://t.co/dKdvGbSdEe— Football365 (@F365) March 2, 2021 „Það er vetur í Englandi og hann er algjört helvíti. Við gerðum eitthvað ótrúlegt. Þetta er meira en magnað,“ sagði Pep Guardiola við breska ríkisútvarpið. „Leikmennirnir eiga skilið hrós frá mér en Liverpool er enn með krúnuna. Við þurfum að ná í öll þessi stig til að vinna ensku úrvalsdeildina,“ sagði Guardiola. Sigurganga Manchester City hófst með 1-0 útisigri á Southampton 19. desember en City liðið hefur ekki tapað leik síðan að liðið tapaði 2-0 á móti Tottenham 21. nóvember. City hefur því unnið alla leiki sína undanfarna 77 daga og hefur enn fremur ekki tapað leik í öllum keppnum í meira en hundrað daga. Man City 4-1 Wolves: Pep Guardiola says side 'came through hell' https://t.co/LbPoBCxh4w— BBC News (UK) (@BBCNews) March 2, 2021 Næsti leikur City er á móti Manchester United um næstu helgi og þar gæti liðið endanlega gengið frá titilbaráttunnu. „Við fáum einn eða tvo daga til að hvíla okkur og átta okkur um leið hversu sterkir þeir eru. Þetta verður ótrúlegt tækifæri til að taka risaskref og við ætlum að reyna að ná því,“ sagði Guardiola. Manchester City hefur skorað 55 mörk í þessum 21 sigurleik í röð og aðeins fengið á sig átta mörk. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Manchester City vann 4-1 sigur á Wolves í gær og er nú með 65 stig eða fimmtán fleiri en Manchester United í öðru sæti. Þetta var 21. sigur Manchester City í röð í öllum keppnum en liðið er með yfirburðastöðu í deildinni, í góðri stöðu eftir sigur á Gladbach í fyrri leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar, komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins og í úrslitaleik enska deildabikarsins. Pep Guardiola hrósaði sínum mönnum fyrir að komast svo vel í gegnum mjög erfiðan hluta tímabilsins með allt leikjaálagið yfir háveturinn. "The record we will talk about in the future. In Winter time - November, December, January in England, it is hell! It s more than remarkable." #MCFC https://t.co/dKdvGbSdEe— Football365 (@F365) March 2, 2021 „Það er vetur í Englandi og hann er algjört helvíti. Við gerðum eitthvað ótrúlegt. Þetta er meira en magnað,“ sagði Pep Guardiola við breska ríkisútvarpið. „Leikmennirnir eiga skilið hrós frá mér en Liverpool er enn með krúnuna. Við þurfum að ná í öll þessi stig til að vinna ensku úrvalsdeildina,“ sagði Guardiola. Sigurganga Manchester City hófst með 1-0 útisigri á Southampton 19. desember en City liðið hefur ekki tapað leik síðan að liðið tapaði 2-0 á móti Tottenham 21. nóvember. City hefur því unnið alla leiki sína undanfarna 77 daga og hefur enn fremur ekki tapað leik í öllum keppnum í meira en hundrað daga. Man City 4-1 Wolves: Pep Guardiola says side 'came through hell' https://t.co/LbPoBCxh4w— BBC News (UK) (@BBCNews) March 2, 2021 Næsti leikur City er á móti Manchester United um næstu helgi og þar gæti liðið endanlega gengið frá titilbaráttunnu. „Við fáum einn eða tvo daga til að hvíla okkur og átta okkur um leið hversu sterkir þeir eru. Þetta verður ótrúlegt tækifæri til að taka risaskref og við ætlum að reyna að ná því,“ sagði Guardiola. Manchester City hefur skorað 55 mörk í þessum 21 sigurleik í röð og aðeins fengið á sig átta mörk.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira