Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2021 16:11 Frá mótmælum í Yangon í dag. EPA/NYEIN CHAN NAING Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. Vitni sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja mótmælendur ekki hafa fengið viðvaranir og einn þeirra sagði að mótmæli sem hann sótti hafi breyst í blóðbað. Í borginni Yangon voru minnst átta skotnir þegar skothríðin hófst og sambærilega sögu er að segja frá bænum Monywa. Reuters hefur eftir mannréttindasamtökum að minnst átján séu dánir en í frétt BBC segir að minnst tíu hafi fallið. Þar er tekið fram að fregnir af fleiri dauðsföllum hafi borist en þær hafi ekki verið staðfestar. Hörð viðbrögð herstjórnarinnar við mótmælunum hafa verið gagnrýnd víða um heiminn. Sú gagnrýni hefur þó ekki skilað ætluðum árangri þar sem viðbrögð herstjórnarinnar hafa orðið sífellt harðari. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Samkvæmt frétt Reuters hafa minnst 40 mótmælendur dáið frá því mótmælin hófust. AP fréttaveitan birti í dag myndband sem sýnir lögregluþjóna handtaka blaðamann á þeirra vegum. Hann og fimm aðrir blaðamenn hafa verið ákærðir samkvæmt lögum sem herstjórnin breytti og gerði strangari í síðasta mánuði og gætu þeir mögulega verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. #Myanmar : gruesome video of police violence in #Yangon today.Policemen stop an ambulance and force the medics outside. Once they sit by the side of the road the police start savagely beating the defenseless medics. #WhatsHappeninglnMyanmar pic.twitter.com/PneXYb6AWC— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 3, 2021 Mjanmar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Vitni sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja mótmælendur ekki hafa fengið viðvaranir og einn þeirra sagði að mótmæli sem hann sótti hafi breyst í blóðbað. Í borginni Yangon voru minnst átta skotnir þegar skothríðin hófst og sambærilega sögu er að segja frá bænum Monywa. Reuters hefur eftir mannréttindasamtökum að minnst átján séu dánir en í frétt BBC segir að minnst tíu hafi fallið. Þar er tekið fram að fregnir af fleiri dauðsföllum hafi borist en þær hafi ekki verið staðfestar. Hörð viðbrögð herstjórnarinnar við mótmælunum hafa verið gagnrýnd víða um heiminn. Sú gagnrýni hefur þó ekki skilað ætluðum árangri þar sem viðbrögð herstjórnarinnar hafa orðið sífellt harðari. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Samkvæmt frétt Reuters hafa minnst 40 mótmælendur dáið frá því mótmælin hófust. AP fréttaveitan birti í dag myndband sem sýnir lögregluþjóna handtaka blaðamann á þeirra vegum. Hann og fimm aðrir blaðamenn hafa verið ákærðir samkvæmt lögum sem herstjórnin breytti og gerði strangari í síðasta mánuði og gætu þeir mögulega verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. #Myanmar : gruesome video of police violence in #Yangon today.Policemen stop an ambulance and force the medics outside. Once they sit by the side of the road the police start savagely beating the defenseless medics. #WhatsHappeninglnMyanmar pic.twitter.com/PneXYb6AWC— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 3, 2021
Mjanmar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira