Klopp vill banna sínum leikmönnum að fara í landsleikina í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 08:15 Jürgen Klopp talar við sína leikmenn í Liverpool en hann vill skiljanlega ekki missa landsliðsmennina í tíu daga sóttkví eftir landsleikjahléið. AP/Lawrence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur miklar áhyggjur af því að missa leikmenn í langa sóttkví eftir að þeir koma til baka úr landsliðsferðum í lok mánaðarins. Klopp vill hreinlega banna landsliðsmönnum Liverpool að fara í landsleikina í lok mars. Ástæðan er að samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi þá þurfa allir sem koma frá löndum á rauða listanum að fara í tíu daga sóttkví þegar þeir koma til landsins. Alþjóða knattspyrnusambandið segir að félögin megi banna leikmönnum að fara til móts við landsliðin sín ef þeirra bíður fimm daga eða lengri sóttkví við komuna til baka. Það er líklegt að Liverpool og fleiri lið nýti sér þetta. Klopp will ban Liverpool players from internationals if they face quarantine. By @AHunterGuardian https://t.co/K2pgjt00WE— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2021 „Ég skil vel þörfina hjá landsliðum mismunandi knattspyrnusambanda en nú er tíminn þar sem er ekki hægt að halda öllum ánægðum,“ sagði Jürgen Klopp. „Félögin borga leikmönnum launin og þeir hljóta því að setja liðin sín í forgang. Það er bara ekki hægt að gera alla ánægða, endurtók Klopp og talaði líka um mögulega óvissu með staðsetningu leikjanna. Liverpool boss Jurgen Klopp says clubs agree players should not be released to play in international matches this month if they then must quarantine on their return.— Sky Sports (@SkySports) March 3, 2021 „Við erum ekki hundrað prósent viss því þetta et ekki á hreinu. Sum lönd gætu jafnvel breytt um keppnisstað áður en þau spila. Þú þarft alltaf að bíða fram á síðustu stundu því fólk þarf tíma til að taka ákvörðun,“ sagði Klopp. „Ég held að allir séu sammála um það að við getum ekki leyft þessum leikmönnum að fara og þurfa síðan að dúsa á hóteli í tíu daga þegar þeir koma til baka. Það getur ekki verið lausnin,“ sagði Klopp. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Klopp vill hreinlega banna landsliðsmönnum Liverpool að fara í landsleikina í lok mars. Ástæðan er að samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi þá þurfa allir sem koma frá löndum á rauða listanum að fara í tíu daga sóttkví þegar þeir koma til landsins. Alþjóða knattspyrnusambandið segir að félögin megi banna leikmönnum að fara til móts við landsliðin sín ef þeirra bíður fimm daga eða lengri sóttkví við komuna til baka. Það er líklegt að Liverpool og fleiri lið nýti sér þetta. Klopp will ban Liverpool players from internationals if they face quarantine. By @AHunterGuardian https://t.co/K2pgjt00WE— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2021 „Ég skil vel þörfina hjá landsliðum mismunandi knattspyrnusambanda en nú er tíminn þar sem er ekki hægt að halda öllum ánægðum,“ sagði Jürgen Klopp. „Félögin borga leikmönnum launin og þeir hljóta því að setja liðin sín í forgang. Það er bara ekki hægt að gera alla ánægða, endurtók Klopp og talaði líka um mögulega óvissu með staðsetningu leikjanna. Liverpool boss Jurgen Klopp says clubs agree players should not be released to play in international matches this month if they then must quarantine on their return.— Sky Sports (@SkySports) March 3, 2021 „Við erum ekki hundrað prósent viss því þetta et ekki á hreinu. Sum lönd gætu jafnvel breytt um keppnisstað áður en þau spila. Þú þarft alltaf að bíða fram á síðustu stundu því fólk þarf tíma til að taka ákvörðun,“ sagði Klopp. „Ég held að allir séu sammála um það að við getum ekki leyft þessum leikmönnum að fara og þurfa síðan að dúsa á hóteli í tíu daga þegar þeir koma til baka. Það getur ekki verið lausnin,“ sagði Klopp.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira