Klopp segir að þetta erfiða tímabil hafi gert hann að betri stjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 13:12 Jürgen Klopp hefur þurft að glíma við mörg vandmál í titilvörn Liverpool og gengið hefur ekki verið nærri því eins gott og áður. Getty/Andrew Powell Það hefur líklega aldrei reynt meira á Jürgen Klopp en á þessu tímabili því Liverpool liðið hefur svo sannarlega lent í miklu mótlæti í titilvörninni. Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira