Boston Celtics liðið aðeins að braggast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 07:31 Jayson Tatum var mjög góður í sigri Boston Celtics á Toronto Raptors í nótt. AP/Charles Krupa Síðustu leikirnir fyrir Stjörnuleikshelgina fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og eitthvað var um það að stjörnuleikmenn liðanna voru hvíldir. Boston Celtics er komið á sigurgöngu og leikmenn Phoenix Suns unnu stórsigur á Golden State Warriors. Jayson Tatum var með 27 stig og 12 fráköst þegar Boston Celtics vann 132-125 sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown var síðan með 21 stig og 7 fráköst og Kemba Walker skoraði 15 stig. "Must be nice to be that good."Tatum: 27 PTS, 12 REB, @celtics W pic.twitter.com/YG4h0yhGtD— NBA (@NBA) March 5, 2021 Boston liðið tapaði 9 af 14 leikjum sínum um tíma en leikmenn liðsins svöruðu áskorun þjálfara sínum Brad Stevens með því að vinna nú sinn fjórða leik í röð. Toronto liðið lék án margra leikmanna en þeir Pascal Siakam, Fred VanVleet, OG Anunoby, Malachi Flynn og Patrick McCaw voru ekki með. Chris Boucher skoraði 30 stig, Norman Powell var með 25 stig og Terence Davis skoraði 22 stig. Down late in the 4th.10-0 Lillard run to put @trailblazers up 7.Dame. Time. pic.twitter.com/f0w78iKJXz— NBA (@NBA) March 5, 2021 Damian Lillard skoraði 44 stig þegar Portland Trail Blazers vann 123-119 sigur á Sacramento Kings. Enes Kanter var líka með tröllatvennu, skoraði 22 stig og tók 21 frákast. Carmelo Anthony kom með 16 stig inn af bekknum en hjá Kings var De'Aaron Fox atkvæðamestur með 32 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst en Buddy Hield skoraði 21 stig þar af fimm þrista. Sjóðheitt lið Phoenix Suns fór létt með Golden State Warriors og vann 120-98. Golden State hvíldi þá Stephen Curry og Draymond Green í leiknum. Cameron Payne var stigahæstur hjá Suns með 17 stig og 10 stoðsendingar af bekknum en Devin Booker skoraði 16 stig. Jordan Poole skoraði 26 stig fyrir Golden State. Suns liðið hefur þar með unnið sextán af síðustu nítján leikjum sínum frá 28. janúar. Fyrir vikið er Phoenix komið upp fyrir bæði Los Angeles liðin og í annað sætið í Vesturdeildinni á eftir Utah Jazz. @russwest44 powers the @WashWizards past LAC!27 PTS | 9 REB | 11 AST | 4 STL pic.twitter.com/9Q84I4sG5d— NBA (@NBA) March 5, 2021 Bradley Beal skoraði 33 stig og Russell Westbrook var einu frákasti frá þrennunni þegar Washington Wizards vann 119-117 sigur á Los Angeles Clippers. Westbrook endaði leikinn með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Beal er stigahæsti leikmaður deildarinnar og Wizards liðið hefur unnið átta af síðustu ellefu leikjum sínum. Kawhi Leonard skoraði 22 stig, Patrick Beverley var með 17 stig og Ivica Zubac bætti við 13 stigum og 13 fráköstum fyrir Clippers. Liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum en Paul George hætti við að spila þegar honum svimaði fyrir leik. Michael Porter Jr. skoraði 24 stig og tók 11 fráköst þegar Denver Nuggets vann Indiana Pacers 113-103. Nikola Jokic var síðan aðeins tveimur fráköstum frá þrennunni þar sem hann endaði með 20 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði síðan 23 stig og hefur því skorað 22 stig eða meira í tólf leikjum í röð. Þetta var fjórði sigur Denver í röð. Ja Morant and Jrue Holiday trade CLUTCH buckets in the final seconds as the @Bucks top Memphis in a thriller! pic.twitter.com/LdzHB5BHHg— NBA (@NBA) March 5, 2021 Jrue Holiday skoraði sigurkörfu Milwaukee Bucks tveimur sekúndum fyrir leikslok þegar Milwaukee Bucks vann 112-111 útisigur á Memphis Grizzlies. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar og Khris Middleton bætti við 22 stigum og 10 fráköstum. Ja Morant skoraði 28 af 35 stigum sínum í seinni hálfleik fyrir Memphis. @JimmyButler (29 PTS, 9 AST, 3 STL) becomes the first @MiamiHEAT player since LeBron James to reach 25 PTS and 8 AST in three straight games! pic.twitter.com/fTJnALHU2j— NBA (@NBA) March 5, 2021 Jimmy Butler var með 29 stig og 9 stoðsendingar þegar Miami Heat vann 103-93 sigur á New Orleans Pelicans sem lék án Zion Williamson. Kelly Olynyk hitti úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum og endaði með 18 stig og 10 fráköst. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder í 107-102 endurkomusigri á útivelli á móti San Antonio Spurs en Thunder vann seinni hálfleikinn 57-41. @J30_RANDLE closes out the first half of his first #NBAAllStar season with 27 PTS, 16 REB, 7 AST to lift the @nyknicks! pic.twitter.com/bSHRE6K87M— NBA (@NBA) March 5, 2021 Úrslitin í NBA í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 123-119 Boston Celtics - Toronto Raptors 132-125 Washington Wizards - Los Angeles Clippers 119-117 Indiana Pacers - Denver Nuggets 103-113 Phoenix Suns - Golden State Warriors 120-98 New York Knicks - Detroit Pistons 114-104 Memphis Grizzlies - Milwaukee Bucks 111-112 New Orleans Pelicans - Miami Heat 93-103 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-107 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Jayson Tatum var með 27 stig og 12 fráköst þegar Boston Celtics vann 132-125 sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown var síðan með 21 stig og 7 fráköst og Kemba Walker skoraði 15 stig. "Must be nice to be that good."Tatum: 27 PTS, 12 REB, @celtics W pic.twitter.com/YG4h0yhGtD— NBA (@NBA) March 5, 2021 Boston liðið tapaði 9 af 14 leikjum sínum um tíma en leikmenn liðsins svöruðu áskorun þjálfara sínum Brad Stevens með því að vinna nú sinn fjórða leik í röð. Toronto liðið lék án margra leikmanna en þeir Pascal Siakam, Fred VanVleet, OG Anunoby, Malachi Flynn og Patrick McCaw voru ekki með. Chris Boucher skoraði 30 stig, Norman Powell var með 25 stig og Terence Davis skoraði 22 stig. Down late in the 4th.10-0 Lillard run to put @trailblazers up 7.Dame. Time. pic.twitter.com/f0w78iKJXz— NBA (@NBA) March 5, 2021 Damian Lillard skoraði 44 stig þegar Portland Trail Blazers vann 123-119 sigur á Sacramento Kings. Enes Kanter var líka með tröllatvennu, skoraði 22 stig og tók 21 frákast. Carmelo Anthony kom með 16 stig inn af bekknum en hjá Kings var De'Aaron Fox atkvæðamestur með 32 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst en Buddy Hield skoraði 21 stig þar af fimm þrista. Sjóðheitt lið Phoenix Suns fór létt með Golden State Warriors og vann 120-98. Golden State hvíldi þá Stephen Curry og Draymond Green í leiknum. Cameron Payne var stigahæstur hjá Suns með 17 stig og 10 stoðsendingar af bekknum en Devin Booker skoraði 16 stig. Jordan Poole skoraði 26 stig fyrir Golden State. Suns liðið hefur þar með unnið sextán af síðustu nítján leikjum sínum frá 28. janúar. Fyrir vikið er Phoenix komið upp fyrir bæði Los Angeles liðin og í annað sætið í Vesturdeildinni á eftir Utah Jazz. @russwest44 powers the @WashWizards past LAC!27 PTS | 9 REB | 11 AST | 4 STL pic.twitter.com/9Q84I4sG5d— NBA (@NBA) March 5, 2021 Bradley Beal skoraði 33 stig og Russell Westbrook var einu frákasti frá þrennunni þegar Washington Wizards vann 119-117 sigur á Los Angeles Clippers. Westbrook endaði leikinn með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Beal er stigahæsti leikmaður deildarinnar og Wizards liðið hefur unnið átta af síðustu ellefu leikjum sínum. Kawhi Leonard skoraði 22 stig, Patrick Beverley var með 17 stig og Ivica Zubac bætti við 13 stigum og 13 fráköstum fyrir Clippers. Liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum en Paul George hætti við að spila þegar honum svimaði fyrir leik. Michael Porter Jr. skoraði 24 stig og tók 11 fráköst þegar Denver Nuggets vann Indiana Pacers 113-103. Nikola Jokic var síðan aðeins tveimur fráköstum frá þrennunni þar sem hann endaði með 20 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði síðan 23 stig og hefur því skorað 22 stig eða meira í tólf leikjum í röð. Þetta var fjórði sigur Denver í röð. Ja Morant and Jrue Holiday trade CLUTCH buckets in the final seconds as the @Bucks top Memphis in a thriller! pic.twitter.com/LdzHB5BHHg— NBA (@NBA) March 5, 2021 Jrue Holiday skoraði sigurkörfu Milwaukee Bucks tveimur sekúndum fyrir leikslok þegar Milwaukee Bucks vann 112-111 útisigur á Memphis Grizzlies. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar og Khris Middleton bætti við 22 stigum og 10 fráköstum. Ja Morant skoraði 28 af 35 stigum sínum í seinni hálfleik fyrir Memphis. @JimmyButler (29 PTS, 9 AST, 3 STL) becomes the first @MiamiHEAT player since LeBron James to reach 25 PTS and 8 AST in three straight games! pic.twitter.com/fTJnALHU2j— NBA (@NBA) March 5, 2021 Jimmy Butler var með 29 stig og 9 stoðsendingar þegar Miami Heat vann 103-93 sigur á New Orleans Pelicans sem lék án Zion Williamson. Kelly Olynyk hitti úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum og endaði með 18 stig og 10 fráköst. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder í 107-102 endurkomusigri á útivelli á móti San Antonio Spurs en Thunder vann seinni hálfleikinn 57-41. @J30_RANDLE closes out the first half of his first #NBAAllStar season with 27 PTS, 16 REB, 7 AST to lift the @nyknicks! pic.twitter.com/bSHRE6K87M— NBA (@NBA) March 5, 2021 Úrslitin í NBA í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 123-119 Boston Celtics - Toronto Raptors 132-125 Washington Wizards - Los Angeles Clippers 119-117 Indiana Pacers - Denver Nuggets 103-113 Phoenix Suns - Golden State Warriors 120-98 New York Knicks - Detroit Pistons 114-104 Memphis Grizzlies - Milwaukee Bucks 111-112 New Orleans Pelicans - Miami Heat 93-103 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-107 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 123-119 Boston Celtics - Toronto Raptors 132-125 Washington Wizards - Los Angeles Clippers 119-117 Indiana Pacers - Denver Nuggets 103-113 Phoenix Suns - Golden State Warriors 120-98 New York Knicks - Detroit Pistons 114-104 Memphis Grizzlies - Milwaukee Bucks 111-112 New Orleans Pelicans - Miami Heat 93-103 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-107
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira