Óvissa um næstu máltíð nýr veruleiki margra barna Heimsljós 5. mars 2021 09:50 Save The Children Barnaheill Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children benda á að að heil kynslóð barna hafi orðið fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children minna á að milljónum barna hafi um heim allan verið ýtt út í fátækt með miklu fæðuóöryggi og óvissu um næstu máltíð, nú þegar ár er liðið frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. „Í mörgum löndum hafa skólar verið lokaðir í heilt ár sem hefur skert aðgengi milljóna barna að menntun en samanlagt hafa börn út um allan heim misst 112 milljarða daga úr skóla frá því að faraldurinn hófst. Menntun barna og fæðuöryggi er eitt af meginstoðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll börn í heiminum eiga rétt á,“ segir í frétt Barnaheilla. Samtökin benda á að að heil kynslóð barna hafi orðið fyrir áhrifum heimsfaraldursins og börn hafi þurft að aðlaga líf sitt að nýjum takmörkunum sem hafi meðal annars haft áhrif á skólagöngu þeirra, efnahag fjölskyldna þeirra, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auk þess sem mörg börn hafi misst tengsl við fjölskyldu og vini. Samtökin segja enn fremur að sálfræðilegar afleiðingar heimsfaraldursins hafi einnig tekið sinn toll af heilsu barna, sem hafi valdið kvíða og þunglyndi hjá mörgum börnum. „Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children hafa unnið í fremstu víglínu við það að aðstoða börn í heimsfaraldri til þess að minnka þann skaða sem börn hafa orðið fyrir vegna Covid-19. Á síðastliðnu ári hafa samtökin aðstoðað 29,5 milljón börn og fjölskyldur þeirra í 88 löndum,“ segir í fréttinni. „Barnahjónabönd hafa aukist gífurlega í kjölfar Covid-19. Um 12 milljónir stúlkna undir 18 ára eru á hverju ári þvingaðar í hjónaband og áætla má að vegna Covid-19 eigi rúmlega 2,5 milljónir stúlkna til viðbótar á hættu á því að vera þvingaðar í hjónaband fyrir árið 2025. Lokanir skóla eru helsti áhrifavaldur þess að stúlkur séu giftar ungar og er því mikilvægt að skólar opni sem allra fyrst svo að börn geti haldið áfram sinni menntun.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent
Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children minna á að milljónum barna hafi um heim allan verið ýtt út í fátækt með miklu fæðuóöryggi og óvissu um næstu máltíð, nú þegar ár er liðið frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. „Í mörgum löndum hafa skólar verið lokaðir í heilt ár sem hefur skert aðgengi milljóna barna að menntun en samanlagt hafa börn út um allan heim misst 112 milljarða daga úr skóla frá því að faraldurinn hófst. Menntun barna og fæðuöryggi er eitt af meginstoðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll börn í heiminum eiga rétt á,“ segir í frétt Barnaheilla. Samtökin benda á að að heil kynslóð barna hafi orðið fyrir áhrifum heimsfaraldursins og börn hafi þurft að aðlaga líf sitt að nýjum takmörkunum sem hafi meðal annars haft áhrif á skólagöngu þeirra, efnahag fjölskyldna þeirra, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auk þess sem mörg börn hafi misst tengsl við fjölskyldu og vini. Samtökin segja enn fremur að sálfræðilegar afleiðingar heimsfaraldursins hafi einnig tekið sinn toll af heilsu barna, sem hafi valdið kvíða og þunglyndi hjá mörgum börnum. „Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children hafa unnið í fremstu víglínu við það að aðstoða börn í heimsfaraldri til þess að minnka þann skaða sem börn hafa orðið fyrir vegna Covid-19. Á síðastliðnu ári hafa samtökin aðstoðað 29,5 milljón börn og fjölskyldur þeirra í 88 löndum,“ segir í fréttinni. „Barnahjónabönd hafa aukist gífurlega í kjölfar Covid-19. Um 12 milljónir stúlkna undir 18 ára eru á hverju ári þvingaðar í hjónaband og áætla má að vegna Covid-19 eigi rúmlega 2,5 milljónir stúlkna til viðbótar á hættu á því að vera þvingaðar í hjónaband fyrir árið 2025. Lokanir skóla eru helsti áhrifavaldur þess að stúlkur séu giftar ungar og er því mikilvægt að skólar opni sem allra fyrst svo að börn geti haldið áfram sinni menntun.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent