Dauðsföll ná nýjum hæðum og Bolsonaro segir fólki að hætta að væla Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 10:34 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldurs nýju kórónuveirunnar. EPA/Joedson Alves Dauðsföll vegna Covid-19 hafa náð nýjum hæðum í Brasilíu. Undanfarna tvo daga hefur metfjöldi fólks dáið vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur og í gærkvöldi sagði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fólki að hætta að væla. Þegar kemur að dauðsföllum í Brasilíu hafa rúmlega 260 þúsund manns dáið, svo vitað sé. Í gær var opinberað að 1.910 hefðu dáið á milli daga í Brasilíu en ekki höfðu fleiri dáið á einum degi síðan í júlí. Eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, þar sem talan er rúmlega 520 þúsund, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans en þær byggja á opinberum tölum. Gífurlegt álag á sjúkrahúsum Faraldurinn er þó í rénum í Bandaríkjunum og hefur smituðum farið fækkandi dag frá dagi. Staðan er ekki þannig í Brasilíu og samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn orðið gífurlega mikið. Heilbrigðisráðherrar einstakra ríkja Brasilíu hafa kallað eftir og beitt umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum þar sem þeir geta. Fólk á götum Sao Paulo þar sem búið er að grípa til hertra sóttvarna.EPA/Sebastiao Moreira Ráðamenn í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, Sao Paulo og Rio de Janeiro hafa tilkynnt samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn hafa sérstakar áhyggjur af nýju afbrigði veirunnar sem virðist smitast auðveldar á milli fólks og jafnvel geta smitað fólk sem hefur smitast áður, samkvæmt frétt Reuters frá því í gær. Brást pirraður við Bolsonaro brást pirraður við þeim aðgerðum í ræðu í gær þar sem hann sagði fólki að hætta að væla. „Hversu lengi mun þetta væl halda áfram? Hversu lengi er hægt að vera heima hjá sér og loka öllu? Það þolir þetta enginn lengur,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann bætti við að hann væri sorgmæddur yfir dauðsföllum en þörf væri á lausnum. Fjöldi þeirra sem deyja vegna Covid-19 hefur fverið að aukast í Brasilíu.EPA/RAPHAEL ALVES Ríkisstjórar og læknar í Brasilíu hafa ítrekað sakað alríkisstjórn Bolsonaro um slæm viðbrögð við faraldrinum og að hafa ekki haldið rétt á spöðunum. Sjálfur hefur forsetinn ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins og staðið gegn sóttvarnaraðgerðum. Þrátt fyrir það er Bolsonaro tiltölulega vinsæll í Brasilíu og hefur það að miklu leyti verið rakið til neyðarpakka sem samþykktur var í fyrra. Sá pakki sneri að því að almenningur fékk greiðslur úr ríkissjóði og stendur til að framlengja þær greiðslur á þessu ári. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Þegar kemur að dauðsföllum í Brasilíu hafa rúmlega 260 þúsund manns dáið, svo vitað sé. Í gær var opinberað að 1.910 hefðu dáið á milli daga í Brasilíu en ekki höfðu fleiri dáið á einum degi síðan í júlí. Eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, þar sem talan er rúmlega 520 þúsund, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans en þær byggja á opinberum tölum. Gífurlegt álag á sjúkrahúsum Faraldurinn er þó í rénum í Bandaríkjunum og hefur smituðum farið fækkandi dag frá dagi. Staðan er ekki þannig í Brasilíu og samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn orðið gífurlega mikið. Heilbrigðisráðherrar einstakra ríkja Brasilíu hafa kallað eftir og beitt umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum þar sem þeir geta. Fólk á götum Sao Paulo þar sem búið er að grípa til hertra sóttvarna.EPA/Sebastiao Moreira Ráðamenn í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, Sao Paulo og Rio de Janeiro hafa tilkynnt samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn hafa sérstakar áhyggjur af nýju afbrigði veirunnar sem virðist smitast auðveldar á milli fólks og jafnvel geta smitað fólk sem hefur smitast áður, samkvæmt frétt Reuters frá því í gær. Brást pirraður við Bolsonaro brást pirraður við þeim aðgerðum í ræðu í gær þar sem hann sagði fólki að hætta að væla. „Hversu lengi mun þetta væl halda áfram? Hversu lengi er hægt að vera heima hjá sér og loka öllu? Það þolir þetta enginn lengur,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann bætti við að hann væri sorgmæddur yfir dauðsföllum en þörf væri á lausnum. Fjöldi þeirra sem deyja vegna Covid-19 hefur fverið að aukast í Brasilíu.EPA/RAPHAEL ALVES Ríkisstjórar og læknar í Brasilíu hafa ítrekað sakað alríkisstjórn Bolsonaro um slæm viðbrögð við faraldrinum og að hafa ekki haldið rétt á spöðunum. Sjálfur hefur forsetinn ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins og staðið gegn sóttvarnaraðgerðum. Þrátt fyrir það er Bolsonaro tiltölulega vinsæll í Brasilíu og hefur það að miklu leyti verið rakið til neyðarpakka sem samþykktur var í fyrra. Sá pakki sneri að því að almenningur fékk greiðslur úr ríkissjóði og stendur til að framlengja þær greiðslur á þessu ári.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19